Efsti-Dalur lóð 42 Selfossi 27.500.000 kr.
Miklaborg
Verð 27.500.000 kr.
Fasteignamat 22.250.000 kr.
Brunabótamat 22.000.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Sumarhús
Byggingarár 1992
Stærð 70.0 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 13. ágúst 2018
Síðast breytt: 13. ágúst 2018

Miklaborg kynnir: Glæsileg eign ofarlega í landi Efsta Dals skammt frá Laugarvatni í Bláskógabyggð. Húsið er skráð 70 fm að stærð en því til viðbótar er ca. 15 fm svefnloft. Lóðin skógi vaxinni leigulóð sem er 4.690 fm að stærð. Heitt og kalt vatn er tengt við húsið. Aðkoma, umgjörð og frágangur á viðarpöllum og húsi er til sóma en allir þeir þættir skapa mikil notalegheit. Allt innbú fylgir með.

Hér má sjá staðsetningu

Húsið er staðsett í botnalanga sem telur einungis fjögur hús, friðsældin er því mikil og trjágróðurinn veitir afar gott skjól.  Útsýni frá húsinu er einnig mjög gott.

Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskápum.  Til hliðar við forstofu er stórt hjónaherbergi með parket á gólfi.  Baðherbergi er einnig við forstofu en það er með sturtu og skápainnréttingu undir handlaug. Baðherbergið er vel staðsett upp á ferðir í heita pottinn að gera.  Inn af forstofu er komið inn í gang þar sem er annað baðherbergi sem nýlega hefur verið endurnýjað, þar er upphengt klósett, skápainnrétting með handlaug ofan á borði, gólf og salerniskassi eru flísalögð og veggir klæddir panelklæðningu að hluta, á baðherberginu er einnig tengi fyrir þvottavél og kústaskápur til hliðar við það.  Annað svefnherbergi er innar en það er einnig mjög rúmgott.  Aðgangur er að svefnlofti frá gangi en þar er tvíbreitt rúm og lofthæð ágæt.  Stofa og eldhús tengjast saman, eldhús er með flísum á gólfi en spónarparket er á stofu.  Falleg innrétting í eldhúsi ásamt nýlegri eldavél með háfi yfir, borðplötur með smáflísum og við eldhús er borðstofa.  Útengt er frá þessum hluta á glæsilegan stóran viðarpall með handriði.  Útsýni frá viðarverönd er glæsilegt yfir sveitina.  Frá efri palli er gengt niður á neðri pall þar sem er notaleg aðstaða til afslöppunar og einum palli neðar er heitur pottur með skjólgirðingu umhverfis.  Lýsing er til fyrirmyndar við viðarverönd m.a. í þrepum þar sem pallurinn stallast og skapar mjög fallega stemmningu á dimmum vetrarkvöldum.

Aðgangur er að lagnakjallara undir húsi frá palli og er hann með varmaskipti en heitavatnið er ekki notað í krana hússins.  Á lóðinni er lítið hús fyrir yngri kynslóðina og einnig rólur.  

Veglegt stálhlið er að lóð, sérsmíðað.

Leiga á ári er um 90 þúsund krónur og svipað er greitt fyrir notkun á heitu vatni.  Leigusamningur er yfirtakanlegur.

Einstök perla á fallegum stað í Laugardal Bláskógabyggðar og á læstu svæði.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn löggiltur fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is