Fjölnisvegur 8 Reykjavík Tilboð
Fasteignamarkaðurinn ehf
Verð Tilboð
Fasteignamat 153.400.000 kr.
Brunabótamat 89.140.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1929
Stærð 330.3 m2
Herbergi 8
Svefnherbergi 4
Stofur 4
Baðherbergi 3
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 23. ágúst 2018
Síðast breytt: 30. ágúst 2018

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir afar glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum á eftirsóttum stað í Þingholtunum. Húsið er 290,7 fermetrar auk 39,6 fermetra bílskúrs, samtals 330,3 fermetrar.  Húsið að utan var viðgert og málað árið 2014 og virðist í góðu ástandi. 

Lýsing eignarinnar:

1.hæð: sem er 100,5 fermetrar að stærð skiptist þannig:
Forstofa, með marmaraflísum, fatahengi.
Samliggjandi stofur, parket á gólfum. Gengið úr stofum út í garðinn.
Herbergi 1, stórt og rúmgott, parket á gólfi.
Gestabaðherbergi, marmaraflísalagt í gólf og veggi. Sturta og gluggi.
Herbergi 2, gott herbergi, parket á gólfi.
Geymsla, með hillum (kyndiklefi).

Gengið um fallegan parketlagðan stiga upp á 2. hæð hússins, sem er 100,5 fermetrar að stærð og skiptist þannig:
Stórar samliggjandi stofur, parket á gólfum.
Rúmgóð borðstofa, þaðan sem innangengt er í eldhús.
Eldhús, með sérsmíðaðri hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Parket á gólfi, lítill borðkrókur og gluggar í tvær áttir.
Búr, við hlið eldhúss með glugga, innréttingu og vegghillum. Marmaraflísar á gólfi.
Gestasnyrting, með glugga, marmaraflísar á veggjum og á gólfi.
Þvottaherbergi, með innréttingu og góðum skápum. Flísar á gólfi.

Gengið er um parketlagðan stálstiga upp á rishæð hússins, sem er skráð 89,7 fermetrar að stærð og skiptist þannig: 
Stigapallur er parketlagður og svalir þar út af með fallegu útsýni yfir borgina.
Tvö stór svefnherbergi, parket á gólfum. Möguleiki er að skipta öðru herbergjanna í tvennt og hefðu þá bæði herbergin inngang af stigapalli.
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi, með glugga, innréttingu, sturtuklefa, baðkari og upphengdu salerni. Flísar á gólfi og á veggjum.
Geymsluris er yfir rishæð.

Tvöfaldur bílskúr. Inngangur í fremri skúrinn er um bílskúrshurð í yfirbyggðu bílaporti við hlið hússins. Úr garðinum er gengið inn í aftari skúrinn með gluggum sem snúa inn í garðinn, aftast er geymsla með hurð. Möguleiki væri að gera stúdíóíbúð í innri skúrnum.
  
Hiti er í innkeyrslu og stéttum, yfirbyggt bílaport. Stór ræktuð lóð sem snýr í suður. Húsið var múrviðgert og málað að utan vorið 2014.
Lóðin er 631,9 fermetrar að stærð með trjágróðri.