Skólavörðustígur 29 Reykjavík Tilboð
Miklaborg
Verð Tilboð
Fasteignamat 77.150.000 kr.
Brunabótamat 54.650.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Einbýli
Byggingarár 1913
Stærð 210.0 m2
Herbergi 10
Svefnherbergi 5
Stofur 4
Baðherbergi 3
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 26. ágúst 2018
Síðast breytt: 11. október 2018

Miklaborg kynnir: Skólavörðustígur 29 - Fallegt einbýlishús í hjarta borgarinnar með aukaíbúð á jarðhæð. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is

Húsið skiptist í aðalíbúð á fyrstu hæð og í risi, sem hefur 2 innganga, að framan og að aftan úr garði. Í kjallara er íbúð með sérinngangi sem er í útleigu. Einnig er sérinngangur í geymslu á jarðhæð. Garðurinn er skjólsæll og sólríkur en einnig er pallur fyrir framan bakdyr og góðar og rúmar svalir. Skipta má eigninni upp í fleiri einingar en alls eru 4 inngangar í húsið.

Aðalíbúð sem er á 1. hæð og rishæð skiptist í flísalagða forstofu með fatahengi, parketlagða borðstofu og tvær samliggjandi stofur (merbau parket/fiskibeinamynstur). Eldhús með flísum á gólfi og lakkaðri viðarinnréttingu. Við hliðina á eldhúsi er bakinngangur, gluggalaus snyrting með flísum á gólfi og upp á miðja veggi og við hliðina á bakinngangi er rúmgóð sjónvarpsstofa með merbau-parketi og kamínu (nú í notkun sem svefnherbergi). Úr eldhúsi er gengið upp teppalagðan stiga upp í ris og skiptist það í gang, hjónaherbergi með gólfborðum, fataskápum og útgangi út á rúmgóðar svalir, barnaherbergi með gólfborðum og baðherbergi með flísalögðu gólfi, innréttingu, sturtuklefa, glugga og aðstöðu fyrir þvottavél. Á jarðhæð er 3ja herbergja séríbúð með sérinngang garðmegin, en ekki er innangegnt á milli íbúða. Íbúðin er jarðhæð garðmegin en kjallari götumegin. Hún skiptist í flísalagða forstofu með fataskápum, flísalagt eldhús með ljósri viðarinnréttingu með flísum milli skápa, gluggalaust þvottaherbergi, stofu með parketi, tvö svefnherbergi með gólfborðum, og baðherbergi með flísum á gólfi og stuftuklefa. Úr garði er einnig sérinngangur í geymslu á jarðhæð.

Húsið er í góðu ásigkomulagi og nýlega málað. Húsið var stækkað með viðbyggingu árið 1988 og í kjallara er það eldhúsið, inngangurinn og þvottaherbergið, en á aðalhæðinni er það sjónvarpsstofan, snyrtingin og bak inngangurinn sem er í viðbyggingunni. Lóðin er hellulögð að mestu en þar eru einnig beð með rósum, rifsberjum o.fl. Falleg eign í hjarta borgarinnar með góða tekjumöguleika. Aukaíbúð - 2 herbergi, stofa, eldhús, bað Aðalhæð - 3 herbergi, 3 stofur, eldhús, 2 baðherbergi, garður, svalir, geymsla gengið inn frá jarðhæð.