Álfabakki 14 Reykjavík Tilboð
VB Eignir
Verð Tilboð
Fasteignamat 32.100.000 kr.
Brunabótamat 102.600.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund atv
Byggingarár 1988
Stærð 247.6 m2
Herbergi 1
Svefnherbergi 0
Stofur 0
Baðherbergi 0
Inngangur Tveir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 3. september 2018
Síðast breytt: 27. september 2019

Viðhengi

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Álfabakki 14. Þessi eign er laus. Hef fengið til leigu snyrtilegt og rúmgott um 247.6 fm lager og eða geymsluhúsnæði í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar í Mjódd.
Um er að ræða um 247.6 fm húsnæði sem er með gönguhurð og stórri innkeyrsluhurð með fjarstýringu og er það merkt með bláu á teikningunni sem er inni á myndum um eignina. 
Leiguverð er 1.500 kr á fm með sameignarkostnaði og hita en rafmagnið er auðvitað borgað eftir notkun. 1,500 kr x 247,6 fm = 371.400 kr  
Aðgangur að WC og jafnvel eldhúsi getur fylgt sem er í enda þess sem merkt er rautt á teikningunum. Í enda húsnæðissins er innangengt í sameign í gegnum stigahús. Hátt er til lofts í húsnæðinu.
Aðkoman er þannig að keyrt er niður breiðan og góðan ramp austan megin við húsið en þar er læst hurð með fjarstýringu.
Þegar inn er komið eru þetta bil eiginlega beint á móti innkeyrslunni og rampinum sem gerir alla aðkomu auðvelda. Sameignin er björt og snyrtileg. Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183