Stóri-Kollabær 1 Hvolsvelli Tilboð
Ríkiskaup
Verð Tilboð
Fasteignamat 8.130.000 kr.
Brunabótamat 18.700.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1935
Stærð 81.5 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Tveir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 5. september 2018
Síðast breytt: 26. nóvember 2018

Ríkiskaup kynnir:

Stóri Kollabær í Fljótshlið.

Um er að ræða timburhús sem eru þrjár burstir. Inngangur um vestari hlutann er um miðhúsið og austur hlutinn er með sérinngangi. Ekki er innangengt milli austurhússins og miðhússins. Húsin eru skráð 81,5 m² og byggt árið 1935 samkvæmt fasteignaskrá.
Húsið stendur á fallegum stað í Fljótshlíðinni með góðu útsýni yfir Suðurlandið, uþb. 8 km frá Hvolsvelli.
Fasteignin er í lélegu ástandi og þarfnast mikils viðhalds og endurbóta. Austurhlutinn er þó í mun betra ástandi og var búið í þeim hluta þar til fyrir um þremur árum síðan. Ágætt svefnloft er í þeim hluta.
Ástæða er talin vera til að yfirfara allar lagnir í húsinu s.s. raflagnir og vatnslagnir.
Undir miðhúsinu og vesturhúsinu er niðurgrafinn kjallari. Þar eru fallegar steinhleðslur í útveggjum sem æskilegt er að varðveita.
Gerð er krafa um að húsið haldi ytra útliti sínu og er vakin athygli á að endurbætur eru styrkhæfar hjá Minjastofnun samkvæmt upplýsingum frá Skóræktinni.
Endurgerð íbúðarhússins skal miðast við upphaflega útlitsgerð hússins, en þó er heimilt að gera á því tæknilegar endurbætur, eftir því sem þörf krefur og hæfa þykir í samráði við Skógræktina eða Ríkiseignir.
Heimild er fyrir sölunni á húsinu á leigulóð í Fjárlögum 2018, 6 gr. lið 2.19.
 
Með tilboði í húsið þarf að fylgja greinargerð þar sem fram kemur:
-     Áætlun um endurbyggingu.
-     Áætlaður verktími, sundurliðað eftir verkþáttum.
-     Áform og framtíðarnotkun hússins.

Gerður verður lóðarleigusamningur til 50 ára um nýja 2.000 m² lóð sem húsið stendur á og hefur lóðin fengið sérstakt lóðanúmer í fasteignaskrá, landnr. 226433.
Leiguverð á ári er 4% af fasteignamati lóðar en þó aldrei lægra en 73 þús. kr. á ári og breytist í samræmi við byggingarvísitölu.


 

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is