Flugbrautarvegur 6 Selfossi Tilboð
Eignastofan
Verð Tilboð
Fasteignamat 8.090.000 kr.
Brunabótamat 9.290.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 1973
Stærð 35.3 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 11. september 2018
Síðast breytt: 12. október 2018

Eignastofan fasteignamiðlun kynnir í einkasölu:

Góðan sumarbústað á 0,5 he eignarlóð við Flugbrautarveg við Geysi í Haukadal.
Bústaðurinn er skráður 35 fm en búið er að bæta við hann um 3-4 fm með bíslagi auk þess sem svefnloft er ekki skráð með í fm.
Undirstöður eru steyptar.  Búið er að endurnýja bústaðinn að innan að miklu leyti með nýjum gólfefnum og nýrri klæðningu og eldhúsinnréttingu.
Inngengi í bústað er á tveimur stöðum. Verönd er við bústaðinn.  Rótþró.

Staðsetning er mjög góð við Geysissvæðið og í alfararleið (gullni hringurinn). Stutt í náttúruperlur landsins.

Rafmagn og kalt vatn. Hitakútur er til staðar sem hitar vatnið.

Lýsing:
Á neðri hæð er rúmgóð stofa, nýlegt eldhús, baðherbergi með sturtuklefa og eitt svefnherbergi.
Á efri hæð er rúmgott svefnloft. 

Gólfefni: Parket og gólfborð.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209 og á hordur@eignastofan.is