Humarhöfnin ehf. Höfn í Hornafirði 146.000.000 kr.
Nýhöfn
Verð 146.000.000 kr.
Fasteignamat 48.250.000 kr.
Brunabótamat 140.850.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Atvinnuhús
Byggingarár 1935
Stærð 374.6 m2
Herbergi 0
Svefnherbergi Óuppgefið
Stofur Óuppgefið
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 15. september 2018
Síðast breytt: 16. október 2018

Nýhöfn kynnir: Fallegan veitingastað í eigin húsnæði ásamt mögulega, fallegri 115 fm, 4ra herbergja íbúð fyrir starfsfólk og mikið endurnýjuðu 157 fm innkeyrslubili með fullkominni kæli- og frystigeymslu.
Humarhöfnin er frábærlega staðsettur veitingastaður við höfnina í humarbænum Höfn í Hornafirði, við enda aðalgötu bæjarins í fjölfarinni gönguleið heimamanna jafnt sem ferðamanna.

**SMELLTU hér og fáðu söluyfirlitið sent sjálkrafa!**

Humarhöfnin er enn sem komið er eini veitingastaðurinn á Höfn sem vottaður er af Vakanum, sem er gæðakerfi ferðaþjónustunnar og rekið af Ferðamálastofu.

Eigendur hafa sérhæft sig í ýmisskonar humarréttum og hlotið mikið lof fyrir ásamt því að bjóða upp á kjöt-, fisk- og grænmetisrétti.
Samhliða fjölgun ferðamanna síðustu ár er Humarhöfnin orðin að heilsárs veitingahúsi frá árinu 2015.

Við stofnun Humarhafnarinnar árið 2007 var húsnæðið allt tekið í gegn og skipulagi þess mikið breytt og margt endurnýjað. Húsið var upphaflega teiknað af Þóri Baldvinssyni sem verslun og skrifstofur kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Hann var almennt talinn helsti boðberi fúnksjónalismans í Íslenskri byggingarlist. Árið 2016 fengu núverandi eigendur til liðs við sig hönnunarfyrirtækið Hafstudíó sem tók að sér að hanna innviði og útlit veitingasala Humarhafnarinnar og í framhaldi var ráðist í miklar breytingar. Augljóst er þegar á staðinn er komið að vandað var til verka við bæði hönnun og vinnu og er húsnæðið í fyrirmyndar ástandi í dag.

Framkvæmdur hefur verið nákvæmur virðisútreikningur á félaginu af óháðum fagaðila og liggur hann fyrir á skrifstofu Nýhafnar ásamt öllum nauðsynlegum gögnum s.s. ársreikningum og fleira.
Fyrirætlun eigenda er að setjast í helgan stein.
 
Fasteignir Humarhafnarinnar á Höfn eru: 
Hafnarbraut 4:
Húsnæði Humarhafnarinnar, fasteign innifalin í auglýstu verði.
Silfurbraut 8: Íbúð 115 fm, 4ra herbergja, verð 27,0 millj. Fasteign ekki innifalin í auglýstu verði.
Álaugarvegur 19a: Innkeyrslubil 157 fm, verð 15,0 millj.  Fasteign ekki innifalin í auglýstu verði.
Samanlagt verð veitingareksturs og allra þriggja fasteigna er 188 milljónir.

Nánari lýsing fasteigna:
Hafnarbraut 4:
Á neðri hæð er veitingasalur með sætaplássi fyrir 60 til 70 manns, ásamt afgreiðslu og bar, snyrtingum og aðal eldhúsi.
Á efri hæð hússins er veitingasalur sem rúmar 50 manns, nýr bar, snyrtingar, prepp/hópaeldhús, búr og skrifstofa. Flísar eru á gólfi veitingasalar á neðri hæð en gabbró steinateppi á gólfi salar á efri hæð.
Í kjallara hússins eru geymslur og þvottaaðstaða.
 
Álaugarvegur 19a: Geymsluhúsnæði, 156,6 fm innkeyrslubil, talsvert endurnýjað, við Álaugarveg. Þar eru vandaðar frysti- og kæligeymslur.
Silfurbraut 8: Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja 114,5 fm íbúð á þriðju hæð fyrir starfsfólk. Búið er að klæða húsið að hluta að utanverðu.

-Nánari lýsing á endurbótum fasteigna félagsins er hægt að nálgast hjá Nýhöfn. 
-Lóðinni við hlið veitingastaðarins hefur verið úthlutað að hluta til Humarhafnarinnar sem gefur staðnum möguleika til stækkunar og breytinga.
-ATH. Fasteigna- og brunabótamat ásamt lögboðnumgjöldum (fasteignagjöld og brunatrygging) í söluyfirliti eru samtölur allra þriggja fasteignanna.

Til að fá söluyfirlit sent samstundis, smellið á hlekkinn hér að ofan.
Til að fá upplýsingar eða bóka skoðun sendið okkur línu á póstfangið nyhofn@nyhofn.is eða hringið í síma 515 4500
Ábyrgðamaður Nýhafnar fasteignasölu er Lárus Ómarsson löggiltur fasteignasali.