Barðastaðir 15 Reykjavík 46.500.000 kr.
Domusnova fasteignasala
Verð 46.500.000 kr.
Fasteignamat 37.900.000 kr.
Brunabótamat 34.380.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1998
Stærð 124.8 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 9. október 2018
Síðast breytt: 11. október 2018

Domusnova kynnir góða 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sólpalli við Barðastaði 15 í Grafarvogi ásamt 27,6 fm bílskúr.  Íbúðin er laus við kaupsamning.  
Frábær staðsetning þar sem skóli, leikskóli og strætó eru í stuttu göngufæri við húsið.  Bílskúrinn er með rafmagni og köldu og heitu vatni.  Sólpallur snýr í suðvestur. 


Nánari Lýsing:
Samkvæmt fmr er íbúðin sjálf 93,8 fm, geymsla á sömu hæð 6,6 fm.  Virkilega snyrtileg sameign með sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Forstofa: Opið rými með góðum skáp og flísum á gólfi, stúkuð af með glervegg.
Eldhús: Viðar innrétting og borðkrókur.  Flísar á gólfi.
Stofa: Björt með útgengt út á pall til suðvesturs, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Með parket á gólfi og góðu skápaplássi.
Barnaherbergi: Parket á gólfi og skápur.
Baðherbergi: Rúmgott, baðkar með sturtuaðgengi og innrétting, flísar á gólfi og veggjum. Þvottahús er stúkað af inná baðherbergi.
Geymsla: í sameign á 1. hæð, 6,6 fm með gluggum.
Í sameign á 1. hæð eru geymslur og sameiginleg vagna- og hjólageymsla með skolvaski.
Bílskúrinn er við enda, rúmgóður 27,6 fm, steypt gólf, heitt og kalt vatn, skolvaskur.  Hurðaopnari.

Nánari upplýsingar veita:
Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / elka@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.