Grænásbraut 606A Reykjanesbæ 18.900.000 kr.
M² Fasteignasala & Leigumiðlun
Verð 18.900.000 kr.
Fasteignamat 6.790.000 kr.
Brunabótamat 14.121.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1951
Stærð 54.3 m2
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 11. október 2018
Síðast breytt: 13. nóvember 2018

M2 Fasteignasala & Leigumiðlun í síma 421-8787 kynnir:

Í einkasölu, 16 algjörlega endurnýjaðar íbúðir frá 43,4 fm til 71,2 fm við Grænásbraut 606 á Ásbrú.

Íbúð 0201

* Grænásbraut 606 er 16 íbúða fjölbýlishús á 2 hæðum.

* Virkilega vandaðar eignir þar sem engu var til sparað!
* Gólfsíðir gluggar
* Svalir á efri hæðinni
* Hvítar innréttingar og hurðar
* Bakaraofn úr burstuðu stáli
* Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar 15. janúar 2019Skilalýsing fyrir Grænásbraut 606
Almennt
Fjölbýlishúsið að Grænásbraut 606 er staðsett á Ásbrú. Húsið er uppgert eldra timburhús á tveimur hæðum með 16 íbúðum.

Hönnun
Aðalhönnuður er teiknistofan Pro-Ark á Selfossi. Við hönnun hússins var horft til að nýting alls rýmis yrði eins og best er á kosið. Eru íbúðir af nokkrum stærðum í húsinu, stærri íbúðir hafa þvottahús en minni íbúðir hafa tengingar fyrir þvottavél á baðherbergi. Sameiginlegt þvottarými er fyrir miðju húsi.

Frágangur utandyra
Burðarvirki hússins er upprunalegt úr timbri og hefur ekki verið átt við uppbyggingu útveggja. Þak er yfirfarið. Nýjir gluggar og gler eru í húsinu ásamt því að skipt hefur verið um alla klæðningu og er húsið nú klætt með standandi báruáli. Svalir eru á íbúðum efri hæðar, heitgalvanhúðaðar stálsvalir með jatoba harðviðar gólfum.

Frágangur innandyra
Íbúðir skilast fullbúnar með innréttingum og gólfefnum. Innveggir, loft og útveggir eru gipsklæddir, spartlaðir og fullmálaðir. Allar raflagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar. Allar pípulagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar.

Gólf
Gólf baðherbergja skilast flísalögð og önnur gólf skilast með harðparketi.
Veggir
Veggir skilast fullmálaðir
Loft
Skilast fullmáluð
Hurðar
Hvítar yfirfelldar innihurðir frá Byko
Eldhús
Hvítar eldhúsinnréttingar frá Ikea
Baðherbergi
Með hvítum innréttingum frá Ikea, sturtu, klósetti, vaski og tenginum fyrir þvottavél.
Svefnherbergi
Svefnherbergi skilast með fataskápum frá Ikea 


 

Veist þú um einhvern sem þarf aðstoð við að selja eignina sína, gerðu tvennt. Segðu okkur frá þeim og þeim frá okkur !

Erum með mikið af fólki á skrá sem leitar eftir skiptum á bæði stærri og minni eign.

Heimasíða okkar er fermetri.is 

M² Fasteignasala & Leigumiðlun sími 421-8787