Kúrland 27 Reykjavík 122.000.000 kr.
Fasteignasalan TORG
Verð 122.000.000 kr.
Fasteignamat 94.650.000 kr.
Brunabótamat 75.050.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1970
Stærð 312.5 m2
Herbergi 8
Svefnherbergi 5
Stofur 3
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 6. desember 2018
Síðast breytt: 8. desember 2018

***FYRIRHUGAÐ OPIÐ HÚS 10 DES FELLUR NIÐUR EIGNIN ER SELD*** Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsilegt og mjög mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum á frábærum stað neðst í Fossvogi. Húsið er staðsett fyrir neðan götu innst í botnlanga. Um er að ræða eign sem er skráð skv f.m.r. 312,5fm og þar af er bílskúr 25,6fm. Í dag eru 4 rúmgóð svefnherbergi og lítið mál að bæta við fleirum. Efri hæðin var öll endurnýjuð að innan árið 2017 og um innanhússhönnun sá Hanna Stína innanhússarkitekt. Það ár var húsið einnig lagfært að utan, skipt um rafmagn, skólp fóðrað o.fl. Góð lofthæð, gólfsíðir gluggar, gólfhiti á aðalrými og baðherbergi efri hæðar. Allar innréttingar á efri hæð eru sérsmíðaðar. Stór aflokaður garður með stórri verönd til suðurs og heitum potti. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir lögg.fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Nánari lýsing:
Efri hæð skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsherbergi, hjónaherbergi, stórt barnaherbergi (var áður tvö og hægt að breyta til baka) og baðherbergi. Á neðri hæð eru tvö rúmgóð herbergi, stofa með arni (auðvelt að stúka af herbergi), baðherbergi, þvottaherbergi, lítið fataherbergi, tvær stórar geymslur og 60fm gluggalaust tómstundarými.

Efri hæð:
Forstofa
: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og fallegum sérsmíðuðum fataskápum og leðurklæddum bekk með góðri hirslu.
Eldhús: Eldhús eignarinnar er einkar glæsilegt og vel útbúið. Innréttingin er sérsmíðuð með miklu skápaplássi og stórri eyju með carrara marmara á borði frá Fígaró. Vönduð heimilistæki frá Miele, ofn og örbylgju/grill ofn eru í vinnuhæð, tvöfaldur ísskápur, innbyggð uppþvottavél og span helluborð. Flísar eru á gólfi og opið inn í stofu/borðstofu.
Stofa/borðstofa: Stofurnar eru samliggjandi með mjög góðri lofthæð, gólfsíðum gluggum og fallegu hvíttuðu eikarplanka-parketi á gólfi. Gengið er út á rúmgóðar svalir.
Sjónvarpsherbergi: Innaf stofum er sjónvarpsherbergi með sérsmíðaðri innréttingu fyrir sjónvarp og parketi á gólfi.
Í holi efri hæðar er stór fataskápur á einum vegg sem setur skemmtilegan svip á efri hæðina.
Hjónaherbergi: Í hjónaherberginu eru rúmgóðir skápar, parket á gólfi og útgengt á svalir.
Barnaherbergi I: Mjög rúmgott herbergi (var áður tvö og hægt að breyta til baka) með parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, stór sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Falleg sérsmíðuð innrétting með speglum á efriskápum og kvarts-stein á borði.

Neðri hæð:
Gengið niður fallegan stiga á neðri hæð.
Stofa: Á neðri hæð er stofa með flísum á gólfi og arni sem mögulegt væri að loka og opna í stofunni á efri hæðinni. Möguleiki er á að stúka af herbergi inn af stofunni.
Barnaherbergi II: Rúmgott herbergi með harðparketi og stórum glugga til suðurs.
Barnaherbergi III: Rúmgott herbergi með harðparketi og stórum glugga til suðurs.
Baðherbergi: Bað herbergi með rúmgóðri sturtu með glerskilrúmi.
Þvottaherbergi: Rúmgott þvottaherbergi með vinnuborði og skápum.
Fataherbergi: Lítið fataherbergi með glugga er staðsett við hliðina á útgangi út á pall á neðri hæð.
Tómstundaherbergi: 60fm gluggalaust rými með ýmsa notkunarmöguleika og möguleiki gæti verið á að setja glugga á það.

Garður: Gengið er frá gangi á neðri hæð út í aflokaðan garð með stórri timburverönd og heitum potti.

Framkvæmdir: Árið 2017 var efri hæðin endurnýjuð frá grunni og skipulagi breytt. Það ár var einnig skipt um rafmagnstöflu, dregið nýtt rafmagn, vatnslagnir endurnýjaðar að hluta, skólp fóðrað, skipt um allar hliðargreinar og settur nýr skólpbrunnur. Settur var gólfhiti á forstofu, eldhús, stofu, borðstofu og baðherbergi á efri hæð. Einnig var húsið allt háþrýstiþvegið, sprunguviðgert, sílanborið og málað að utan auk þess sem skipt var um þakrennur og gler að norðanverðu. Skipt var um gler að sunnanverðu í kringum 2015 og þak var endurnýjað í kringum 2011.
 
Þetta er glæsilegt og mikið endurnýjað fjölskylduhús á frábærum stað í Fossvoginum.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir
lögg.fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila,
en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og
ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.