Bollagarðar 2 Seltjarnarnesi 185.000.000 kr.
Fasteign.is
Verð 185.000.000 kr.
Fasteignamat 124.900.000 kr.
Brunabótamat 111.150.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1988
Stærð 319.2 m2
Herbergi 8
Svefnherbergi 4
Stofur 4
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 16. janúar 2019
Síðast breytt: 14. febrúar 2019

fasteign.is kynnir:

BOLLAGARÐAR 2 - SELTJARNARNESI
EINLYFT GLÆSILEGT STEINSTEYPT ALLS 319,2 FM EINBÝLI Á GLÆSILEGRI HORNLÓÐ

Um er að ræða einstaklega vandað og vel skipulagt hús með fjórum svefnherbergjum, miklum stofum og öllum öðrum rýmum mog plássgóðum en húsið skiptst  þannig að íbúðarrými er alls 260 fm og bílskúrinn sem er tvöfaldur 59,3 fm . 
Húsið var allt meira eða minna endurnýjað árið 2006 utan sem innan á mjög smekklegan og vandaðan hátt og m.a. og skipt um allar innréttingar, gólfefni, raflagnir, töflur, hitalagnir og neysluvatnslagnir ásamt því að bæði baðherbergin voru endurnýjuð. 
Lóðin var einnig öll tekin í gegn ásamt því að setja sólpalla og skjólgirðingar. 
Allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, hvítlakkaðar með vandaðri Hnotu á móti. Mjög vönduð heimilis og hreinlætistæki ásamt því að allt rafkerfi hússins er  mjög fullkomið og býður upp á margar útfærslur lýsingar. Gólfefni eru að mestu massív hnota og ljósar stórar steinflísar. Hluti gólfa hússin er með hita og einnig ofnakynding. Góð lofthæð er í húsinu með innbyggðri lýsingu.  Lyklalaust aðgengi er að öllum inngöngum ásamt hefðbundnu lyklakerfi og er þjófavarnakerfi til í eigu hússins. Lóðin er einstaklega falleg og vel ræktuð með miklum skjólgirðingum og sólpöllum til suðurs og miklar hellulagnir f. framan húsið og meðfram því , allt með hitalögnum og sjálfvirkri útilýsingu. Heitur pottur er á sólpalli ásamt mjög stórri og vandaðri "markísu" sem nær yfir stóran hluta sólpalls. 

Nánari lýsing/skipulag:
Tveir inngangar eru að framanverðu.  Annarsvegar inn í stóra forstofu með flísum á gólfi, gólfhiti og fataskápar og hinsvegar beint inn í eldhúsið. 
Forstofuherbergi er mjög rúmgott með flísum á gólfi og miklum hvílökkuðum fataskápum. 
Gestabaðherbergi er í forstofu, flísalagt falleg innrétting úr hnotu og möguleiki að koma fyrir sturtu með því að stækka það inn í hluta forstofuherbergis.
Eldhúsið er glæsilegt, innangengt bæði úr holi og borðstofu. Hvítlakkaðar innréttingar parket, náttúrusteinn á gólfum, Miele heimilstæki, 5 hellu gaseldavél, tveir innbyggðir ísskápar, gufuofn, kaffivélog tvær uppþvottavélar. Góður borðkrókur og þvottahús og búr með léttvínskæli. Hti í gólfum. 
Sjónvarpstofan er mjög stór og glæsileg með ljósum flísum á gólfi og viðarklæddum veggjum úr fallegri sérsmíðaðri hnotu og innb. skápar. 
Svefnherbergisálman er með breiðum og góðum gangi.
Tvö rúmgóð barnaherbergi með skápum og parketi. 
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með parketi og plássgóðu fataherbergi innaf. 
Baðherbergi með ljósum steini á gólfi, mosaik flísar á veggjum, innrétting úr hnotu með náttúrusteini og tveimur vöskum. Baðkar og sturta með glerhurðum. Hiti í gólfum. 
Stofurnar eru í einu miklu rými, setustofa og borðstofa, mjög stórar og glæsilegar með parketi, góðri lofthæð innbyggðri lýsingu og rafdrifnum gardínum. Fallegar tvöfaldar glerhurðir úr borðstofu yfir í eldhúsið og hvítir innbyggðir glerskápar og einnig tvöfaldar glerhurðir milli stofa og sjónvarpsstofu.  Fallegur innbyggður arinn í setustofu. 
23 fm sólstofa er út frá aðalstofu, með parketi á gólfi og fallegum arni. Þaðan er gengið út á sólpallinn. 
Stór og vandaður sólpallur til suðurs með fallegum gróðri, skjólgirðingum, heitum potti ásamt mjög breiðri og stórri markísu sem skýlir miklum hluta pallsins í rigningum. 

Bílskúrinn er tvöfaldur með góðri lofthæð. Tvær rafdrifnar háar hurðir, góðar innréttingar, geymsla, hitablásari til viðbótar við hefðbundna kyndingu til að bræða t.d. snjó af bílum. Tvær göngudyr, önnur við aðalinngang í húsið og hin hurðin út á lóðina á austurhlið. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur B Blöndal s.6-900-811 / olafur@fasteign.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.