Laugarvatn / Gistiheimili Laugarvatni Tilboð
LANDMARK  FASTEIGNAMIÐLUN
Verð Tilboð
Fasteignamat 56.200.000 kr.
Brunabótamat 60.800.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 2003
Stærð 377.3 m2
Herbergi 9
Svefnherbergi 6
Stofur 3
Baðherbergi 6
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 14. mars 2019
Síðast breytt: 15. mars 2019

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTUREKSTRI Á BESTA STAÐ Á SUÐURLANDI.
LAUGARVATN ER Í ALFARALEIÐ Á SUÐURLANDI OG HEFUR VERIÐ TÖLUVERÐ MIKIL GRÓSKA Á ÞESSU SVÆÐI S.L. ÁR.


Um er að ræða mjög áhugavert tækifæri í ferðaþjónustu á frábærum stað í aðeins 45 mínútna akstri frá höfuðborgarsvæðinu.
Eignin samanstendur af fallegu íbúðarhúsnæði, gistiheimili, gallerí/verslun og veitingasölu á mjög góðum stað í alfaraleið á Laugarvatni.
Tvö timburhús með tengibyggingu, byggð 2003, mögulegt er að innrétta loft á öðru húsinu og koma fyrir 3 góðum herbergjum til viðbótar.
Lóðin er falleg þar sem náttúrulegur gróður mætir snyrtilegri grasflötinni. Stærð lóðar er 1.011 fm.

Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 7700.309 eða th@landmark.is

Nánari lýsing á eignum:
Annað húsið er 182,1 fm. og er skráð sem íbúðarhús.
Þar er falleg og björt íbúð með mikilli lofthæð í aðalrými sem skiptist í;
Stofu, borðstofu og eldhús á neðri hæð. Stór eldhúsinnrétting með eldunareyju, gott skápapláss.
Upptekin loft, útgengt á sólpall með heitum potti úr stofu, stórir útsýnisgluggar með frábæru útsýni.   Flísalagt þvottahús og útgangur úr því á verönd, þar sem er útisturta.
Hringstigi er upp á efri hæð en þar er hjónaherbergi og baðherbergi og opið rými sem getur nýst t.d. sem vinnurými.
Í fremri hluta hússins er sérinngangur;
Þar eru þrjú gistiherbergi sem eru 2-3ja manna, eitt herbergi er með sérverönd.
Rúmgott baðherbergi er á gangi sem er flísalagt í hólf og gólf, vegghengt salerni, rúmgóð innrétting undir vask og inngengur sturtuklefi með glerskilrúmi.
Gólf neðri hæðar eru flotuð og hiti í gólfum.

Hitt húsið er 195,2 fm og er skráð sem verslun og verkstæði.
Það skiptist í tvö 2ja manna gistiherbergi með sérinngangi og sér baðherbergi fylgir báðum herbergjunum, verönd er fyrir framan herbergi.
Í millibyggingu er móttaka, veitingaskáli og innan við hann er gallerí/verslun, eldhús, tvö salerni, vinnustofa og svo er óinnréttað geymsluloft sem býður upp á ýmsa möguleika s.s. að inrétta mætti 2-3 herbergi til viðbótar.
Gólfhiti á neðri hæð nema í millibyggingu.
Flísar og parket á gólfum. Mjög góður sólpallur er sunnan við húsið framan við millibygginguna.

Húsin eru alls 377 fm. Falleg og snyrtileg hús, vel viðhaldið og í góðu ástandi. Falleg lóð og góð staðsetning.
Áhugaverður rekstur með margvíslegum möguleikum.
Heimasíða: http://www.gallerilaugarvatn.is
Rekstrarfélag á bakvoð reksturinn sem hægt er að kaupa með og allt innbú sem fylgir rekstrinum fyrir utan persónulega muni.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

  1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
  2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
  3. Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk.
  4. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill LANDMARK  fasteignamiðlun  því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.