Þingvað 35 Reykjavík 115.000.000 kr.
Borg Fasteignasala
Verð 115.000.000 kr.
Fasteignamat 93.550.000 kr.
Brunabótamat 96.420.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 2006
Stærð 235.8 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 15. mars 2019
Síðast breytt: 21. mars 2019

Borg fasteignasala kynnir: Sérlega glæsilegt einbýlishús, staðsett í jaðri ósnortinnar náttúru í Norðlingaholtinu að Þingvaði 35. Falleg nútímaleg hönnun er á þessu fallega fjölskylduhúsi. Þrjú rúmgóð barnaherbergi, hjónasvíta, eldhús, borðstofa og stofa í glæsilegu alrými. Þar er útgengi út á verönd og útsýni óborganlegt úr stofunni út í ósnortna náttúrina og fjallasýn.  
Húsið er 235,8 fm að stærð, innst í botnlanga með óhindruðu útsýni yfir Bugðuna. Glæsilegar innréttingar og gólfefni, gólfhiti. Sérstök eign sem vert er að skoða.
Bókið skoðun.

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit strax

 
Nánari lýsing eignar:
Húsið er á tveimur hæðum, á neðri hæð eru aðal vistarverur en uppi er hjónasvíta sem er sérstaklega glæsileg með sér svölum og útsýni.
 
Neðri hæð: 
Forstofa: Rúmgóð forstofa með gráum stórum ferköntuðum flísum.
Til vinstri úr forstofu er komið inn í fataherbergi með rúmgóðum fataskápum, áfram flísar á gólfi. Þaðan er gengið inn í þvottaherbergi/geymslu þar eru flísar á gólfi og bílskúrinn er rúmgóður.
Í húsinu eru þrjú barnaherbergi öll á sér svefngangi, rúmgóð og hentug fyrir unga íbúa. Fataskápar eru í tveimur herbergjum en á ganginum eru einnig miklir og rúmgóðir skápar. Á miðjum svefngangi er fjölskyldurými sem hentar vel sem sjónvarpsrými eða leikrými.
Baðherbergið er smekklegt með hvít lakkaðri innréttingu, þar er upphengt salerni, sturtuklefi og baðkar. Flísar á gólfi og mosaíakflísar á veggjum umhverfis sturtu og baðkar. 

Eldhúsið er opið og glæsilegt í þessu fjölskylduvæna húsi. Innrétting með góðu skápaplássi og eyju með dökkri þykkri borðplötu, spanhelluborð frá Eirvík. Tæki frá Miele, bakaraofn, gufuofn og uppþvottavél. Úr eldhúsi er útgengt út á suður verönd, þar er heitur pottur og náttúran við húsið. 
Stofan er aðall hússins, risastór golfsíður gluggi sem opnar húsið til austurs, útsýni óhindrað og fjallasýn. Stofan er björt og rúmgóð, þar er gasarin með steyptri hillu fyrir framan. Hægt er að loka af stofu/borðstofu og eldhús frá öðrum rýmum með rennihurð. 
Þvottaherbergi: Flísar á gólfi, góð innrétting. 
Geymsla: Flísar á gólfi.

Efri hæð:
Veglegur stigi er upp á efri hæð, útgengt er út á svalir af stigapalli efri hæðar.   
Í hjónaherbergi er rúmgóður fataskápur og inn af er flísalagt baðhergi með sturtu og innréttingu. Parket á herbergi. 

Bílskúr: 25,8 fm. með opnanlegri vænghurð, vatni og hita.   
Parket í breiðum fjölum er á stofu, eldhúsi og herbergjum. Gráar flísar eru á forstofu, forstofufataherbergi, baðherbergjum, geymslu og þvottaherbergi. Stigi upp á efri hæð er teppalagður. Allar hurðir eru dökkgráar sprautaðar. Í eigninni er gólfhiti í bland við hefðbundið ofnakerfi. Gluggar eru ál-klæddir timburgluggar,

Glæsilegt einbýlishús í fjölskylduvænu umhverfi í Norðlingaholtinu. Náttúran umvefur húsið og útsýnið til austurs er afar glæsilegt. Hjóla- og göngustígar með tengingu við Elliðaárdalin eða við efri hluta Reykjavíkur. Í hverfinu eru eftirsóttir skólar, grunn- og leikskóli í göngufæri.
 
 Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Allar nánari upplýsingar veita: 
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447 eða gunnlaugur@fastborg.is 
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 897 9030 eða ulfar@fastborg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-