Ærlækur Kópaskeri 85.000.000 kr.
Hvammur Fasteignasala
Verð 85.000.000 kr.
Fasteignamat 29.259.000 kr.
Brunabótamat 149.508.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Jörð/Lóð
Byggingarár 1978
Stærð 362915.9 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 17. apríl 2019
Síðast breytt: 26. febrúar 2020

Jörðin Ærlækur í Öxarfirði, Norðurþingi

Jörðin
Heildarstærð jarðarinnar er um 530 ha og þar af eru um 57 ha ræktuðu landi auk um 34 ha af skógrækt.  Jörðin er öll afgirt og gróin og þar er ágætt beitarland, mishæðalítið mólendi og nokkuð af skógarkjarri.   Bæjarstæðið er austan þjóðvegarins og túnin eru bæði austan vegar og vestan, þó meira vestan við.  Umhverfið og landslagið er fallegt og stutt í margar náttúruperlur.  Um 70 km eru til Húsavíkur og um 30 km til Kópaskers.

Íbúðarhúsið
er steypt hús á einni hæð, byggt árið 1979 og er 141,6 m² að stærð.  Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús með búri innaf, þvottahús og bakinngang, baðherbergi og 4 svefnherbergi.  Húsið er snyrtilegt en að stærstum hluta upprunalegt.  Þó standa yfir endurbætur á baðherbergi og þrefalt gler hefur verið sett í allt húsið.  Hitaveita er komin í húsið og ljósleiðari tengdur.
Bakvið húsið er hellulögð verönd með skjólvegg og heitum potti.
Annað eldra íbúðarhús stendur einnig á jörðinni, stendur á sérlóð og fylgir ekki með við sölu.

Útihús
Útihúsin standa nokkuð frá íbúðarhúsinu.  Fjárhúsin eru bæði yngri og eldri hús.  Yngri húsin eru byggð árið 1976, steypt hús fyrir um 300 ær, hefðbundin þrístæð hús, þ.e. þrír garðar út timbri, sex krær með grindum sem að hluta hafa verið endurnýjaðar.  
Áföst við fjárhúsið er steypt hlaða sem byggð var árið 1977.   Hún er að hluta til notuð sem fjárhús, en þaðan er jafnframt opið inn alla fóðurgarðana og loftin eru einangruð og gólf steypt. Sambyggt hlöðunni er annað fjárhús, bárujárnsklætt timburhús fyrir um 130 kindur á taði, gjafagrindur, tvær innkeyrsluhurðar og einangrað loft.
Gömlu fjárhúsin standa næst íbúðarhúsinu, voru byggð árið 1952 með síðari viðbyggingu 1991.   Þessi hús eru fyrir um 200 kindur og þar eru þrír garðar og fjórar gjafagrindur, fjórar krær á taði og tvær á timburgrindum.  Góð steypt hlaða er sambyggð fjárhúsunum.
Vélageymslan var byggð árið 1994, 184 m² að stærð, með steyptu gólfi og gryfju, einangruð og upphituð að hluta með köldu geymslurými innaf.
Elstu gripahúsin voru byggð árið 1932 og eru vorhús og hesthús.  Einnig stendur á hlaðinu gömul geymsla og skammt þar frá reykhús.

Bústofn er um 500 á vetrarfóðrum og þar af um 50 gemlingar og 10 hrútar. Ærgildin eru 715

Jörðin selst í fullum rekstri, með mannvirkjum, bústofni, greiðslumarki sem og vélum og verkfærum.