Bræðraborgarstígur 55 Reykjavík 31.900.000 kr.
Heimili fasteignasala
Verð 31.900.000 kr.
Fasteignamat 29.500.000 kr.
Brunabótamat 15.450.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1932
Stærð 54.5 m2
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 23. apríl 2019
Síðast breytt: 13. maí 2019

 


Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu:  Bræðraborgarstígur 55 - 2ja herbergja íbúð á 1. hæð á frábærum stað við miðborgina.

Komið er inn á hol með parketi og fatahengi. Björt stofa með parketi. Rúmgott svefnherbergi með parketi og fataskápum. Eldhús með parketi á gólfi, ágæt hvít innrétting og borðkrókur. Baðherbergi með sturtuklefa og glugga. 
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þurkherbergi. Íbúðinni fylgja tvær ágætar sérgeymslur í kjallara. Skemmtileg stór aflokuð bakhlóð með leiktækjum. Íbúðin er laus til afhendingar 1. júlí.

Íbúðin er staðsett í vinsælum íbúðarkjarna  sem eitt sinn voru verkamannabústaðir og mynda aflokaðan hring.  Þessar íbúðir þóttu mjög framúrstefnulegir, m.a. annars vegna þess að þarna væri verið að byggja íbúðir fyrir venjulegt alþýðufólk með nútímaþægindum, m.a. baðherbergi með baðkari og þvottahúsi inni.  Hringurinn allur var byggður í þrem áföngum og teiknaði m.a. Guðjón Samúelsson annan áfanga bygginganna. Árið 1937 bjuggu um 1200 manns í verkamannabústöðunum.

Bókið skoðun. Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, finnbogi@heimili.is