Sundabakki 12 Stykkishólmi 59.000.000 kr.
Fasteignasala Snæfellsness
Verð 59.000.000 kr.
Fasteignamat 49.000.000 kr.
Brunabótamat 82.150.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1983
Stærð 292.0 m2
Herbergi 7
Svefnherbergi 6
Stofur 2
Baðherbergi 0
Inngangur Margir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 13. maí 2019
Síðast breytt: 23. mars 2020

234 fm. einbýlishús á tveimur hæðum byggt árið 1983 ásamt 58 fm. geymslu og bílskúr byggðum árið 2005.
Neðri hæð hússins er steypt en efri hæð er úr timbri.

Húsið stendur á sjávarlóð og frá því er skemmtilegt útsýni. 

Efri hæð skiftist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, og baðherbergi.
Flísar eru á forstofu, eldhúsi og baðherbergi, en parket á stofu holi og herbergjum. Nýleg innrétting er í eldhúsi.  Úr holi er hurð út á svalir og þaðan eru tröppur niður á pall við neðri hæð.

Úr holi á efri hæð er gengið niður á neðri hæð sem skiptist í hol, fjögur svefnherbergi,  tvö  salerni, sturtuherbergi og þvottahús. Flísar eru á holi, þvottahúsi, salernum og sturtuherbergi en parket á herbergjum. Úr þvottahúsi er hurð út og úr holi er gengið út á sólpall. Vaskar eru í tveimur herbergjum.

Bílskúr og geymsla eru á tveimur hæðum. Neðri hæð er steypt en sú efri er úr timbri. Á efri hæð er bílgeymsla en geymsla á neðri hæð. 

Á lóð er nýlegur ca. 10 fm. geymsluskúr úr timbri.

Lóð hússins er frágengin. Steypt bílastæði og hellulögn er framan við húsið og góðir pallar á lóð.

Í heild lýtur húsið vel út, bæði að innan og utan og ber með sér að hafa notið góðs viðhalds. Járn á þaki húss og bílskúrs er nýlegt, búið er að endurnýja gler að mestu leyti og vatnslagnir eru nýlegar.

Í húsinu hefur verið rekin ferðaþjónasta undanfarin ár og er möguleiki á að búnaður vegna þess reksturs fylgi.