Kleppsvegur 28 Reykjavík 41.900.000 kr.
Opið hús 20. maí., kl 17:30 - 18:00
Fasteignasalan TORG
Verð 41.900.000 kr.
Fasteignamat 36.450.000 kr.
Brunabótamat 25.000.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1962
Stærð 96.5 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 15. maí 2019
Síðast breytt: 15. maí 2019

OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 20. MAÍ KL. 17:30-18:00 AÐ KLEPPSVEGI 28: FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR - LAUS VIÐ KAUPSAMNING: HRINGIÐ OG BÓKIÐ SKOÐUN Í SÍMA 837.889: RÚMGÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ. BAKHLIÐ HÚSSINS HEFUR VERIÐ KLÆDD AÐ UTAN. Íbúðin skiptist í rúmgott hol, eldhús og stofu með útgengi út á svalir annars vegar og svefnherbergisálmu með 3 svefnherbergjum og baðherbergi með baðkari hins vegar. Parket á gólfum í stofu og svefnherbergjum en flísar á eldhúsi og baðherbergi. Íbúðinni fylgir 4,4 fm. geymsla í kjallara. Í sameign er sameiginlegt þvottahús. Góð staðsetning í jaðri Laugardalsins þaðan sem stutt er í skóla og leikskóla og aðra þjónustu í hverfinu. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is
 
NÁNARI LÝSING: Íbúðin er nr. 203 og er á 2. hæð. Teppi á stigagangi. Sameiginlegur garður bakatil. 
Hol:  Tengir öll rými. Fatahengi og efri skápur. Parket á gólfi 
Eldhús: Mjög rúmgott með hvítri innréttingu og dökkum flísum á gólfi. Borðkrókur með góðu rými fyrir eldhúsborð. 
Stofa: Rúmgóð með parketi á gólfi og útgengi á suðursvalir. 
Svefnherbergisálma - parket á gólfum á gangi og í öllum herbergjum:
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með fataherbergi innaf sem lokað er með rennihurð. 
Barnaherbergi 1: Ágætlega rúmgott með einföldum lausum skáp
Barnaherbergi 1: Ágætlega rúmgott með lausum hornskáp.
Baðherbergi: Flísalagt að hluta með baðkari með upphengdri sturtu. Flísar á gólfi.
Sérgeymsla: 4,4 fm. geymsla  í sameign. 
Sameign: Þvottahús og þurrkherbergi í sameign í kjallara með þvottavél sem tilheyrir húsfélaginu. Stór sameiginlegur bakgarður..

ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Góð 4ra herbergja íbúð á fínum stað í jaðri  Laugardalsins. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.500.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.