Furuhvammur 4 Borgarnesi 59.900.000 kr.
Miklaborg
Verð 59.900.000 kr.
Fasteignamat 52.950.000 kr.
Brunabótamat 44.300.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 2006
Stærð 153.1 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 17. maí 2019
Síðast breytt: 3. júní 2019

Miklaborg kynnir: Glæsilegt sumarhús á tveimur hæðum á mjög fallegri og skógi vaxinni 6.111 m² eignarlóð í landi Hvamms í Skorradal. Eldhúsinnrétting er ný með graníti á borðum og vönduðum tækjum. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og ný rúm fyrir 12 manns. Kvistað olíuborið eikarparket er á gólfum. Innbú í húsinu getur fylgt að stórum hluta. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is

Lýsing eignar:

Forstofa: Flísalögð með fatahengi og lausum fataskápum.

Hol: parketlagt.

Geymsla: Undir innistiga.

Hjónaherbergi: Stórt, parketlagt og með lausum fataskápum.

Barnaherbergi 1: Stórt, parketlagt og með lausum fataskápum.

Baðherbergi: Með glugga og útgengi út á verönd, flísalagt í hólf og gólf og með fallegu vaskborði með frístandandi vaski ofan á. Rúmgóður sturtuklefi og vegghengt wc.

Eldhús: Opið við stofur, parketlagt og með mjög fallegum nýjum svörtum innréttingum og eyju með svörtu graníti á borðum og á vegg. Mjög vönduð tæki og innbyggð uppþvottavél. 

Stofa: Mjög stór og björt með gólfsíðum gluggum að hluta og allt að 5 metra lofthæð í mæni. Úr stofum er útgengi á tveimur stöðum út á verönd og fallegt útsýni.

Efri hæð: Gengið er upp á efri hæð um fallegan viðarstiga úr holi neðri hæðar.

Stigapallur/Sjónvarpsstofa: Parketlögð og þaðan er horft yfir stofur neðri hæðar.

Barnaherbergi II: Parketlagt og rúmgott með rúmum fyrir 4.

Barnaherebrgi III: parketlagt og rúmgott með rúmum fyrir 4. Úr herbergi er útgengt á svalir með útsýni yfir Skorradalsvatnið.

Geymsla: Sérstætt 20 m² hús á verönd sem er fullbúið að utan og klætt að innan. Góðir gluggar eru á húsinu og mikil lofthæð og væri t.d. hægt að innrétta gestahús með baðherbergi og eða gera gufubaðhús með baðherbergi.

Lóðin er eignarlóð 6.111 m² að stærð, mjög fallega ræktuð og skógi vaxin. Stórar verandir eru í kringum sumarhúsið og eru þær með skjólveggjum og lýsingu í kringum heitan pott.

Húsið að utan: Er í mjög góðu ástandi og þakjárn sömuleiðis. Aðkoma að húsinu er góð og næg bílastæði.

Staðsetning: 18 mín akstur í Borgarnes.