Bæjargil 100 Garðabæ 74.900.000 kr.
Fasteignasalan TORG
Verð 74.900.000 kr.
Fasteignamat 60.850.000 kr.
Brunabótamat 43.320.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1985
Stærð 157.0 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Margir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 20. maí 2019
Síðast breytt: 14. júní 2019

***Bókið skoðun í síma 692-3344***Fasteignasalan TORG kynnir í einkasölu: Glæsilegt 2ja hæða 4ra svefnherbergja einbýli með rúmgóðum bílskúr við Bæjargil í Garðabæ. Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 692-3344 eða hronn@fstorg.is.

Húsið er 157 fm þar af er íbúðin 122 fm og bílskúrinn 35 fm. Skiptist íbúðin þannig: Neðri hæð: anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, þvottahús og salerni. Efri hæð: fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Háaloft er yfir allri hæðinni með fellistiga til að komast upp.

Nánari lýsing: 
Forstofa: Komið er inní rúmgóða forstofu með góðum skápum, flísum á gólfi og hita.
Stofa: Stofan er björt og rúmgóð með ljósu harðparketi á gólfi og stórum gluggum með svalahurð út í garð.
Eldhús: Með fallegri hvítri innréttingu og ljósum kvarts steini á borðum. Innbyggð uppþvottavél sem fylgir. Flísar á gólfi og á milli skápa. Mjög rúmgott með góðum borðkrók. Flísar á gólfi með hitakerfi. 
Þvottahús: Rúmgott þvottahús með ágætri innréttingu og útgengi út í bakgarð. Málað gólf með gólfhita.
Hol: Úr holi er gengið upp fallegan stiga með góðum gluggum upp á aðra hæð hússins. Holið er flísalagt með gólfhitakerfi.
Svefnherbergi #1: Rúmgott herbergi með góðum sérsmíðuðum skápum og parketi á gólfi. Herbergið er að hluta undir súð.
Svefnherbergi #2: Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og góðum sérsmíðuðum skápum. Herbergið er að hluta undir súð.
Svefnherbergi #3: Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og góðum skáp. 
Svefnherbergi #4: Hjónaherbergið er afar rúmgott og bjart, með miklum skápum og útgengi út á snotrar svalir til vesturs.
Baðherbergi #1: Með baðkari, góðri innréttingu og salerni. Gólf og veggir flísalagðir.
Baðherbergi #2: Lítið gestasalerni í anddyri á neðri hæð með innréttingu undir vask og upphengdu salerni. Flísar á gólfi og hiti.
Bílskúr: Bílskúr er sérstæður og rúmgóður með sjálfvirkri hurðaopnun. Gengið inn að framan og einnig út í bakgarði.
Skipt var um glugga á austurhlið hússins árið 2009.
Samantekt: 
Hér er um að ræða afar glæsilegt og vel skipulagt fjölskylduhús í afar vinsælu hverfi í Garðabæ. Húsið er innst í götunni með stórri hellulagðri og upphitaðri innkeyrslu að hluta. Stór lóð og hellulagt hringinn í kringum húsið og skjólgirðing að framanverðu. Stutt er í alla helstu þjónustu og göngufæri svo sem í skóla, leikskóla, frístunda og íþróttaiðkun, heilsugæslu, verslanir ofl. Nýtt fjölnota íþróttahús verður í næsta nágrenni við húsið auk þess sem gólfvöllurinn í bænum er í ca 500m fjarlægð. Mikið er um græn svæði í nágrenninu og fallegar gönguleiðir. Stutt er í stofnbrautir. Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 692-3344 eða hronn@fstorg.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.