Eyri Hvammstanga 44.900.000 kr.
Fasteignasala Inga Tryggvasonar hdl.
Verð 44.900.000 kr.
Fasteignamat 23.871.000 kr.
Brunabótamat 53.963.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1963
Stærð 347.8 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 25. júlí 2019
Síðast breytt: 25. júlí 2019

LIT ehf. kynnir:

Eyri, Hvammstanga

Einbýlishús ásamt geymslu á 9.260 ferm. leigulóð.
Íbúðarhús 125,4 ferm., byggt 1967 og steinsteypt.
Geymsla 120,1 ferm., byggð 1963 og steinsteypt.

Íbúðarhús:
Forstofa flísalögð, fatahengi.
Stofa teppalögð.
Gangur parket- og dúklagður.
Fjögur herbergi, tvö parketlögð, eitt dúklagt og eitt án gólfefna.
Eldhús með borðkrók dúklagt, eldri ljós innrétting. Við eldhús er búr með máluðu gólfi.
Baðherbergi dúklagt, veggir málaðir, skápur og kerlaug.
Gangur við þvottahús flísalagður og þar er útihurð.
Þvottahús og geymsla með máluðu gólfi. Kyndiklefi.

Loftplatan er steypt og húsið er með einhalla þaki (skúrþak).
Lóðin er stór og aðeins neðan við Höfðabraut og niður á sjávarkamb.

Mikið og gott útsýni m.a. út á Miðfjörð og yfir á Heggstaðanes. 

Þakjárn endurnýjað fyrir fáeinum árum og aukin einangrun ofan á loftaplötu. Gluggar og gler er upprunalegt og þarfnast alla vega að hluta til endurnýjunar. Þarf að gera við húsið að utan og mála. Ofnalagnir eru upprunalegar og alla vega hluti ofna lélegir. Raflagnir upprunalegar en nýlega endurnýjaður rafbúnaður í aðaltöflu. 

Geymsla byggð 1963 er með stórri innkeyrsluhurð með sjálfvirkum opnara. Þakjárn, gluggar og gler upprunalegt. Loft hefur verið einangrað með steinull en eftir að klæða upp í það. Veggir einangraðir með plasti og múraðir.

Á lóðinni eru einnig gamlar ónýtar byggingar (íbúðarhús og geymslur) byggðar 1940 samtals 102,3 ferm. (hægt að byggja aftur - byggingarreitur).

Afhending strax.

Nánari upplýsingar Ingi Tryggvason lögmaður ingi@lit.is og s. 860 2181 

Skv. lögum um fasteignakaup er skoðunarskylda kaupanda rík og því er brýnt fyrir hugsanlegum kaupendum að skoða eignina rækilega áður en af kaupum verður og með fagmanni telji kaupandi ástæðu til. Þar sem íbúðarhúsið þarfnast viðhalds en mikilvægara en ella að skoða það vel áður af kaupum verður. 

Kaupandi (einstaklingur) greiðir 0,8% af fasteignamati í stimpilgjald kaupsamnings (0,4% ef fyrsta íbúðareign) en lögaðilar greiða 1,6%. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. af hverju skjali og lántökugjald skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. Kaupandi greiðir ekki umsýslugjald til fasteignasölu.