Ásavegur 31 Vestmannaeyjum 53.500.000 kr.
Ríkiskaup
Verð 53.500.000 kr.
Fasteignamat 43.600.000 kr.
Brunabótamat 72.800.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1984
Stærð 233.3 m2
Herbergi 7
Svefnherbergi 5
Stofur 2
Baðherbergi 3
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 7. ágúst 2019
Síðast breytt: 8. ágúst 2019

Ríkiskaup kynna:

Um er að ræða einbýlishúsið Ásaveg 31 í Vestmannaeyjum.  Aðalhæð er 128,8 m2, ris 39 m2 og bílskúr 65,5 m2, samtals 233,3 fm. Gólfflötur er meiri, þar sem hluti eignar í risi er undir súð.

Gróin lóð, eign í rólegu og barnvænu umhverfi  í botnlanga við hraunjaðarinn. Góð eign á vinsælum stað í austurbænum. Eigninni hefur verið vel við haldið, er vel skipulögð með stór og góð rými sem nýtast vel. Góður afgirtur, hellulagður sólpallur suðvestan eignar. Komin er tenging fyrir ljósum í blómabeð sunnan eignar. Þakefni virðist í góðu lagi, en einhverjir gluggar þarfnast skoðunar. 

Nánari lýsing:
Neðri hæð: 
Anddyri:  flísar á gólfi, skápar
Hol: stórt og rúmgott, flísar á gólfi. Stigi á milli hæða
Snyrting:  gestasnyrting, neðri vaskaskápur, speglaskápur, hilla, flísar á gólfi
Stofa: Rúmgóð parket á gólfi
Arinstofa: gengið niður í arinstofu (arinrými klætt af). Flísar á gólfi, viður í lofti
Eldhús: ljós innrétting, flísar á gólfi
Þvottahús: inn af eldhúsi, skápur, ágætis vinnuborð. Útgangur á pall til norðurs.
Geymsla: lítil geymsla inn af þvottahúsi. Dúkur á gólfi, hillur
Gangur, inn af þvottahúsi, innangengt í bílskúr
Herbergi  1, nett, flísar á gólfi með skáp.

Stigi milli hæða, þakgluggi yfir stigagangi, viður í lofti

Efri hæð: 
Hol: sjánvarpshol, parket á gólfi, viðarklæðning í lofti.
Herbergi 2: dúkur á gólfi, skápar, viðarklæðning í lofti
Herbergi 3: dúkur á gólfi, skápar, þakgluggi, viðarklæðning í lofti
Herbergi 4: dúkur á gólfi, skápar, viðarklæðning í lofti, útgangur á  svalir til suðurs
Herbergi 5: dúkur á gólfi, viðarklæðning í lofti
Snyrting: ljós innrétting, nettir veggskápar, flísar í hólf og gólf, sturtuklefi og hornbaðkar, viðarklæðning í lofti
Bílskúr: stór bílskúr með geymslulofti yfir hluta bílskúrs. Bílskúrshurðaopnari, rafmagn, heitt og kalt vatn. Hellulagt plan fyrir framan bílskúr. 

Ekki verður tekin afstaða til tilboða fyrr en 10 dögum eftir að auglýsing er birt á Fasteignavef mbl.is 
 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.