Höfðabyggð 24 Akureyri Tilboð
Traust lausn eignamiðlun
Verð Tilboð
Fasteignamat 35.600.000 kr.
Brunabótamat 44.650.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 2010
Stærð 100.6 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 13. september 2019
Síðast breytt: 13. september 2019

Traust lausn eignamiðlun l 555-0036 l EINKASALA

Um er að ræða stórglæsilegt 4ra herb. heilsárshús á einni hæð, samtals 100,6 staðsett ofarlega í hlið Lundsfjalls skammt frá Lundskógi í Fnjóskadal. Húsið er búið öllum helstu þægindum og hvergi verið til sparað.    


Húsið stendur á 11.465fm lóð ofarlega í Lundsfjalli, frábært svæði upplagt til gönguferða, hjólreiða og hvers konar útivistar. Frábær staðsetning skammt frá golfvelli, stutt í veiði í Fnjóská.

Húsið skiptist í:
-forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi.


Forstofa - komið er inn um sérinngang norðan við húsið, forstofa er flísalögð með góðum forstofuskáp með rennihurðum,

Eldhús & stofa - eru í sameiginlegu alrými, bjart og rúmgott rými með stórum gluggum til suðurs og vesturs með frábæru útsýni yfir Fnjóskadalinn. Rýmið er með vönduðum flísum úr Vídd á gólfi, aukin lofthæð, þráðlaus rafstýrð gluggatjöld fyrir stórum gluggum. Úr stofu er útgengt út á verönd sunnan við húsið. Eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi, sérsmíðuð tekkinnrétting og innihurðir, granít borðplata á innrétitngu og eldhúseyju, innbyggð uppþvottavél, siemens eldhústæki, sorpkvörn.

Baðherbergi - er flísalagt í hólf og gólf með flísum frá Agli Árnasyni, sérsmíðaðri tekk innréttingu með aðstöðu fyrir þvottavél í vinnuhæð, granít borðplata, sturta með glervegg, vegghengt klósett frá Þ. Þorgrímssyni & co., handklæðaofn.

Svefnherbergi - eru þrjú talsins, öll herbergi eru flísalögð, öll með sérsmíðuðum tekk fataskápum. Hjónaherbergi er með aukinni lofthæð og stórum gluggum til vesturs með útsýni yfir dalinn.

Sólpallur - er sunnan og vestan við húsið, er úr harðviði. Gert ráð fyrir eldstæði á pallinum.

Lóð - Húsið stendur á 11.465 fm lóð ofarlega í orlofshúsabyggð Lundskógar. Malbikað bílaplan norðan við húsið. Búið er að ganga frá steinhleðslu í kringum bílaplan.

Annað:
-Húsið er byggt 2009/2010
-Byggingarleyfi fyrir 13,5fm viðbyggingu og 49fm bílgeymslu
-Heitur pottur,  stjórnað með rofum inní húsinu
-12 volta halogen lýsing í lofti
-Gervihnattamóttakari.
-Ljósleiðari.
-Hitaveita / hiti í gólfum.
-Útilýsing í þakskyggni.
-Lagt fyrir myndavélum úti og útitenglar.
-Þráðlaus rafstýrð gluggatjöld fyrir stórum gluggum vestan og sunnan við húsið.  Screen gluggagjölt í stofunni en myrkratjöld í herbergjum, keypt í Vogue.
-Geymsla sem gengið er inn í af sólpallinum
-Hluti af innbúi getur jafnframt fylgt kaupum