Heiðarlundur 2 Akureyri 44.900.000 kr.
Traust lausn eignamiðlun
Verð 44.900.000 kr.
Fasteignamat 40.050.000 kr.
Brunabótamat 45.635.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1977
Stærð 145.4 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 3. október 2019
Síðast breytt: 3. október 2019

Traust lausn l 555-0036 l Heiðarlundur 2d l LAUS TIL AFHENDINGAR

LÆKKAÐ VERÐ!!

Björt og opinn 4ra herb. raðhúsaíbúð á tveimur hæðum, samtals 145,4 fm., á eftirsóttum stað í Lundahverfi skammt frá grunn- og leiksskóla, verslun o.fl.

Íbúðin skiptist í:
Jarðhæð - forstofa, hol, eldhús, stofa, þvottahús, salerni og geymsla.
Efri hæð - hol, baðherbergi, 3 svefnherbergi.


Forstofa - er rúmgóð, flísalagt, fatahengi og fataskápur.

Eldhús - er parketlagt, innrétting með miku skápaplássi, spónlagður askur, formbeygðar skáphurðar í hornskápum, flísar á milli skápa, tengt fyrir uppþvottavél, stór gluggi til norðurs.

Stofa - er rúmgóð, eikarparket á gólfi, útgengt út á sólpall.

Hol - er parketlagt og nýtist í dag sem fjölskyldurými. 

Baðherbergi - á jarðhæð er gestasalerni inn af forstofu. Baðherbergi á efri hæð er flísalagt í hólf og gólf, falleg sprautulökkuð innrétting með góðu skápaplássi, sturtuklefi og baðkar.

Svefnherbergi - eru þrjú talsins, öll parketlögð og tvö þeirra með fataskápum. Útgengt út á svalir úr einu svefnherbergjanna.

Þvottahús - Þvottahús er með flísum á gólfi, góð innrétting með vaskaðstöðu. 

Geymslur - 5,4 fm geymsluskúr að framanverðu. Góð geymsla undir stiganum.

Lóð - sunnan við húisð er rúmgóður sólpallur.


Annað:
-Frábær staðsetning skammt frá grunn- og leiksskóla, helstu þjónustu, verslun o.fl. 
-Mikið endurnýjuð íbúð, tekin öll í gegn fyrir 10 árum síðan og að hluta fyrir 3 árum síðan
-Húsinu hefur verið vel við haldið og málað reglulega að utan í gegnum árin
Nýjir gluggar og gler á norðurhlið og á efri hæð á suðurhlið, sólstopp í gluggum
Skipt hefur verið um rafmagnstengla
Skólplagnir endurnýjaðar frá húsi út í götu
Búið að endurnýja ofna að hluta
-Ljósleiðari
-Sérmerkt bílastæði

-Stórar suðursvalir út af einu svefnherbergi
-Geymslukista og búkofi á sólpalli
-Sandkassi og hjólagrind norðanmegin
-Þvottavél, frystiskápur og ísskápur geta fylgt með í kaupunum