Fagrasíða 7 Akureyri 41.000.000 kr.
Traust lausn eignamiðlun
Verð 41.000.000 kr.
Fasteignamat 38.600.000 kr.
Brunabótamat 45.000.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1993
Stærð 130.6 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 8. október 2019
Síðast breytt: 8. október 2019

Traust lausn eignamiðlun l 555-0036 l EINKASALA

Um er að ræða vel skipulagða 5. herb. raðhúsaíbúð á tveimur hæðum í Síðuhverfi.

Íbúðin skiptist í: 
-Jarðhæð: forstofa, eldhús, stofa, baðherbergi, 2 svefnherbergi, geymsla og þvottahús
-Efri hæð: hol, 2 svefnherbergi, salernisaðstaða og geymsla.


Forstofa - er rúmgóð, flísar á gólfi, gott fatahengi.

Eldhús - er dúkalagt, hvít innrétting með ágætu skápaplássi, tengt fyrir uppþvottavél, tveir gluggar til vesturs.

Stofa - er parketlögð, stór gluggi til vesturs, útgengt út á verönd sem að snýr í vesturátt.

Baðherbergi - er með flísum á gólfi, hvít innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu.

Svefnherbergi - eru fjögur talsins, öll dúkalögð og tvö þeirra með góðum fataskápum.

Geymsla - eru tvær talsins, gott geymslupláss.

Þvottahús - er inn af forstofu, innrétting með vaskaðstöðu, málað gólf, gluggi til austurs.

Annað:
-Góð staðsetning skammt frá grunn- og leikskóla
-Íbúðin þarfnast viðahlds.