Lindarvað 19 Reykjavík 62.000.000 kr.
LANDMARK  FASTEIGNAMIÐLUN
Verð 62.000.000 kr.
Fasteignamat 50.250.000 kr.
Brunabótamat 39.200.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2007
Stærð 125.2 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 29. nóvember 2019
Síðast breytt: 6. desember 2019

EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 /
andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Mjög falleg 4ra herbergja neðri sérhæð í fallegu tvíbýlishúsi á einstaklega góðum stað í Norðlingarholtinu. Þrjú góð svefnherbergi - þvottahús innan íbúðar - fallegur stór timburpallur og sér afgirtur garður sem snýr í suðvestur - fallegar innréttingar - gólfhiti í eldhúsi. 

Nánari lýsing eignar: Sérinngangur. Komið er inn í anddyri, fataskápur. Innaf anddyrinu er svefnherbergi með fataskáp. Frá anddyri tekur við gangur / hol. Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með fataskáp. Flísalagt baðherbergi með baðkari og sér sturtuklefa, handklæðaofn, upphengt salerni, falleg nýleg innrétting. Tæki og sturtuklefi á baðherbergi var endurnýjað fyrir um þremur árum síðan ásamt innréttingu sem var endurnýjuð fyrir ári síðan. Þvottahús innan íbúðar með innréttingu og vaski. Andspænis þvottahúsi er geymsla (nýtt í dag sem leikherbergi). Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á rúmgóðan timburpall og þaðan út í afgirtan garð. Eldhús opið inn í stofu með fallegri eikarinnréttingu, hiti í gólfi, borðkrókur. Eigninni fylgir 7,6 fm sérgeymsla. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum.

ÞETTA ER MJÖG FALLEG OG VEL SKIPULÖGÐ EIGN Á EFTIRSÓTTUM STAÐ ÞAR SEM STUTT ER Í SKÓLA OG FALLEGAR GÖNGULEIÐIR VIÐ ELLIÐAVATN O.M.FL.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Hérna finnurðu mig á Facebook

Viltu vita hvers virði FASTEIGNIN ÞÍN ER?
Pantaðu söluverðmat án endurgjalds á www.frittsoluverdmat.is
 

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.