Mávanes 10 Garðabæ 129.000.000 kr.
Eignamiðlun
Verð 129.000.000 kr.
Fasteignamat 133.850.000 kr.
Brunabótamat 111.300.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1972
Stærð 431.2 m2
Herbergi 9
Svefnherbergi 5
Stofur 4
Baðherbergi 3
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 29. nóvember 2019
Síðast breytt: 6. desember 2019

Eignamiðlun kynnir: 

Um er að ræða 431 fm tvílyft einbýlishús með sjávar útsýni og tvöföldum innbyggðum bílskúr (60fm) á eftirsóttum stað á Arnarnesinu.  Húsið þarfnast viðhalds og endurbóta og er til afhendingar við kaupsamning. 
Húsið er teiknað af Skúla H. Norðdahl arkitekt árið 1972 og stendur á 1330 fm eignarlóð.


Nánari lýsing: Neðri hæð: Hol er stórt með forstofuskápum. Þaðan er gengið inn í bílskúr. Innaf forstofu er stórt tómstundarherbergi með ágætum gluggum. Innaf tómstundarherbergi er stór gluggalaus geymsla. Gestasalerni er flísalagt og með sturtuklefa. 
Úr holi er gengið inn í litla íbúð sem er björt  með rúmgóðri stofu með parketi. Eldhús samliggjandi stofu, eldavélaeyja. Parket á gólfi. Stór svefnherbergi með góðum gluggum og ágætum skápum.

Úr holi liggur glæsilegur stigi upp á efri hæð. Stiginn er sérsmíðaður með gegnheilu parketi á þrepum. 

Efri hæð: Þrjár samliggjandi stofur, sjónvarpsstofa aðskilin frá öðrum stofum með léttum vegg. Arinstofa breiðari en aðliggjandi stofa, Stofa með horngluggum og útgangi á stórar suðursvalir. Allar stofurnar eru með gegnheilu dökku parketi lagt í fiskibeinamunstri. Miklir gluggar eru fyrir stofunum. Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu. Borðstofa er samliggjandi hluti eldhúss einnig með flísum. Við hlið eldhúss er þvottahús með flísum á gólfi og góðri innréttingu. 
Úr þvottahúsi er gengið út á verönd sem tengist svo suðursvölum hússins. Aðalbaðherbergi er flísalagt með baðkari og innréttingu. Tvö lítil svefnherbergi ( búið að opna á milli þeirra ) með parketi og góðum skápum. Hjónaherbergið er stórt með innbyggðu fataherbergi, sérsmíðuðum fallegum skápum og sér baðherbergi með sturtuklefa, flísalagt með innréttingu. 
Allt parket í húsinu er dökkt. 

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að til þess.

Nánari lýsing eignarinnar:
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 824-9093, tölvupóstur kjartan@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090.

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook