Helluvað 1 Reykjavík 47.900.000 kr.
Atvinnueign
Verð 47.900.000 kr.
Fasteignamat 40.250.000 kr.
Brunabótamat 34.300.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2006
Stærð 108.8 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 2. desember 2019
Síðast breytt: 2. desember 2019

LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
Íbúðaeignir -  Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali kynna til sölu vel skipulagða 4ra herbergja, 108,8 fm íbúð á 3. hæð í lyftu húsi við Helluvað 1, 110 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 0302.  


Samkvæmt skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er birt stærð eignar 108,8 fm.

Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í forstofu, fallegar svartar flísar á gólfi, tvöfaldur eikarskápur. Gengið inn í opið rými þar sem er eldhús, stofa og borðstofa. Rýmið er bjart, mjög fallegt  útsýni, parket á gólfi, sólbekkur og  gengið er út á 7,7 fm suður svalir. 
Í eldhúsi er eikarinnrétting, svartar mosíak flísar á milli efri og neðri skápa, dökk borðplata á borðum, stál háfur, keramik helluborð, stál ofn í vinnuhæð og uppþvottavél.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp og parketi á gólfi.
Tvö stór barnaherbergi með góðu skápum, parket á gólfi. 
Á baðherbergi er eikarinnrétting, svört borðplata á borði, upphengt salerni, baðkar með sturtuaðstöðu, góður skápur, svartar flísar á gólfi og hvítar flísar á veggjum.
Þvottahús er innan íbúðar, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur og skápar á vegg, flísar á gólfi.
Geymsla í kjallara fylgir íbúð. 
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla. Sameiginlegur inngangur en inngengt af innbyggðum svölum inn í hverja íbúð. 

Allt umhverfi í Norðlingaholtinu er til fyrirmyndar og frá íbúð er stutt í leikskóla, skóla, sundlaug og íþróttasvæði. Einnig stutt í frábærar gönguleiðir. 

Fyrirhugað fasteignamat 2020 er 43.550.000 kr

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir: 
Halldór Már Sverrisson
löggiltur fasteignasali í síma 898-5599, tölvupóstur halldor@ibudaeignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 50% eða hærri.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu kr. 68.200.- með vsk.
Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.
Lántökugjald vegna veðlána og eru gjöld þessi mismunandi  eftir lánastofnunum, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak o.fl.