Sólbarð 0 Garðabæ 54.900.000 kr.
LANDMARK  FASTEIGNAMIÐLUN
Verð 54.900.000 kr.
Fasteignamat 43.550.000 kr.
Brunabótamat 33.800.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1947
Stærð 122.1 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 13. desember 2019
Síðast breytt: 2. janúar 2020

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 5124900 KYNNIR : EIGNIN ER SELD OG Í FJÁRMÖGNUNARFERLI
EFRI SÉRHÆÐ Á FALLEGUM STAÐ Á ÁLFTANESINU. ÞRJÚ SVEFNHERBERGI, TVÆR STOFUR OG FALLEGT ÚTSÝNI. RÚMGÓÐUR PALLUR ÚT AF ELDHÚSI. ÓINNRÉTTAÐ GEYMSLULOFT ER YFIR ALLRI HÆÐINNI SEM BÍÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA. MIKIÐ ÚTSÝNI TIL ALLRA ÁTTA. UM 920.FM EIGNARLÓÐ.
Allar nánari upplýsingar um eignina og bókun á skoðunartíma veitir:
Nadia Katrín lögg.fasteignasali, sími 6925002 eða nadia@landmark.is

Nánari lýsing:
Gengið er upp tröppur og inn um sér inngang inn í flísalagða forstofu. Inn af forstofu er pareketlagður gangur með góðum fataskápum með rennihurð  þar sem gengið er inn í öll rými eignarinnar. Tvö mjög rúmgóð barnaherbergi og hjónaherbergi. Baðherbergið er flísalagt með sturtu og hvítri innréttingu. Stofan og borðstofan eru mjög rúmgóð sem og sjónvarpsrýmið. Eldhúsið er mjög rúmgott með hvítri innréttingu með stórri eyju og miklu geymslurými. Inn af eldhúsi er þvottahús og einnig er gengið upp í óinnréttað loft sem liggur yfir allri hæðinni úr eldhúsi. Úr eldhúsi er einnig gengið út á mjög rúmgóðan sólpall með góðum skjólveggjum. Eignin stendur á 920.fm eignarlóð með fallegu útsýni til allra átta. Stutt í sund, golf og fallegar gönguleiðir. Sannkölluð sveit í borg.  Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að utan og er húsið allt nýlega klætt með bárujárni. Árið 2019 voru allar þakrennur yfirfarnar og endurnýjaðar að mestu og stétt framan við húsið hellulögð. Skipt hefur verið um flest gler, lista, opnanleg fög og timburverk gert upp og lagað árið 2017. Klóak skólp og dren var endurnýjað og jarðvegsskipt umhverfis húsið árið 2016. Neysluvatnsgrind yfirfarin og endurnýjuð að hluta sama ár.  

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.