Gefjunarbrunnur 3 Reykjavík 70.000.000 kr.
Eignastofan
Verð 70.000.000 kr.
Fasteignamat 52.850.000 kr.
Brunabótamat 0 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 2018
Stærð 250.9 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Ekki vitað
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 14. janúar 2020
Síðast breytt: 14. janúar 2020

Eignastofan fasteignamiðlun kynnir: höfum fengið í sölu rúmgott parhús á tveimur hæðum að Gefjunarbrunn í Úlfarsárdal. Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, stofu/borðstofu, rúmgóðu eldhúsi, sjónvarpsstofu, þvottahúsi og bílskúr. Góð lofthæð. Parhúsið er alls 250,9 fermetrar að stærð, húsið er alls 217,9 fermetrar og bílskúrinn 33 fermetrar.
Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum og steinað að utan. Húsið afhendist á fokhelt, en fullbúið að utan og samkvæmt skilalýsingu seljanda. Hægt er að frá húsið afhent lengra komið með samkomulagi við verktakann.
Neðri hæðin skiptist í andyri með aðgengi í bílskúr, eldhúsið er rúmgott með glugga, stofa og borðstofa samliggjandi, gengið frá stofu út í garð, stórir gluggar, gestasnyrting með glugga, þvottahús með glugga, bílskúr og inn af bílskúr er geymsla.
Efiri hæðin skiptist í rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi, tvö rúmgóð barnaherbergi, baðherbergi með glugga, rúmgott sjónvarsherbergi hægt að breyta í svefnherbergi, frá efri hæð er gengið á á tvennar svalir sem snúa í suður og vestur.
Skilalýsing:
Frágangur utan hús:
Útveggir: Allir útveggir eru staðsteyptir og steinaðir að utan. Þak: Er einangrað með þolplasti, sniðskornu með halla. Glerfilt dúkur er lagður ofan á plasteinangrun. PVC protan g 1.5 mm þakdúkur var lagður á þakið, og Protan s.e. 1.6 mm á kanta. Þakmöl var lögð yfir ca 100 til 120 mm. Tvö Sita niðurföll eru fyrir hvort hús. Svalir: Ekki verða handrið á svölum. Raflagnir: Lagnir eru komnar í steypta hluta hússins en ekki með ídregnum vírum. Gluggar og útihurðir: Gluggar eru hvítmálaðir úr valinni furu, opnanleg fög og hurðir eru úr oregon pine. Gler er einangrunar gler með „heitum kant“ milli glerja. Öryggisgler er í gólfsíðum gluggum og hurðum. Opnanleg fög eru með barnalæsingu. Lóð: Verður grófjöfnuð.
Frágangur innan hús:
Húsið er selt á byggingarstigi 4 – fokheld bygging. Húsið er ófrágengið að innan. Veggir: Veggir eru einangraðir, en ófrágengnir. Loft: Loft er ófrágengið. Rafmagn: Rör og dósir eru kominn í steypta veggi. Ídregið að hluta, vinnulýsing er komin upp. Ragmagnsinntak verður ekki komið frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hitalögn: Ekki verður kominn hiti á húsin né lagnir. Ekki verður komið inntak frá Orkuveitu Reykjavíkur. 
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur / lögg. fasteignasali í síma 8984125 eða á netfanginu kristinn@eignastofan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. er 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald er breytilegt milli lánastofnanna. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.000.- m. vsk.