Lundur 82 Kópavogi 90.800.000 kr.
Opið hús 20. jan., kl 17:00 - 17:30
Fjárfesting
Verð 90.800.000 kr.
Fasteignamat 0 kr.
Brunabótamat 0 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 2020
Stærð 225.9 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging
Bílskúr
Skráð á vef: 14. janúar 2020
Síðast breytt: 17. janúar 2020

OPIÐ HÚS mánudaginn 20. janúar frá klukkan 17:00 til 17:30 að Lundi 82. Nánari upplýsingar veitir Hildur í síma 661-0804.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU STÓRGLÆSILEG RAÐHÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ VIÐ LUND Í KÓPAVOGI. 
Glæsileg og rúmgóð raðhús við Lund í Kópavogi. 
Húsin eru frá 225,9 fm. til 237,3 fm. að stærð með bílskúr og eru á tveimur hæðum.
Húsin verða afhent tilbúin til innréttinga að innan en frágengin að utan.  Lóð verður frágengin með grasþökum, timburveröndum við húsin, gróðri og bílastæði. Stéttar eru hellulagðar og hiti er í gangstíg framan við.  Bílastæði eru hellulögð.
Lundur 82 er raðhús á tveimur hæðum með svölum og verönd. Bílskúr.
Húsið sjálft er 198,2 fm. þar af er bílskúr 27,7 fm.  Samtals 225,9 fm. 
Sjáið glæsilegan söluvefhttps://vefir.onno.is/bygg/lundur-radhus-parhus/?ref=fjarfesting 


FRÁGANGUR ÍBÚÐAR:   Íbúðin sjálf er afhent án allra; gólfefna, allra- innréttinga, flísa, raflagnabúnaðar, innihurða og án hreinlætis- og elhússtækja.   Íbúðirnar eru upphitaðar með gólfhita en bílskúr með ofnakerfi.  Gólfhitakerfið fylgir frágengið og eru hitastýrðir lokar á því.  Loftræstilagnir ásamt vatns- og skolplögnum verður skilað með tengikrönum þar sem við á. Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir ídregin miðað við samþykktar teikningar en án tengla- og rammaefnis. Rafmagnstöflur frágengnar miðað við vinnurafmagn. Útveggir íbúðarinnar eru einangraðir, múraðir og sandsparslaðir. Léttir innveggir eru hlaðnir úr vikur- eða gjallplötum, grófpússaðir og sandspartlaðir eða hefðbundnir gipsplötuveggir og sparslaðir. Steypt loft eru slípuð, sandspörsluð slétt eða fínúðuð.  Íbúðin er grunnuð og máluð með einni yfirferð af plastmálningu gljástig 5.  Tvöfalt hefðbundið K-gler, verksmiðjugler er í öllum gluggum.  Opnanleg gluggafög fylgja frágengin, svo og allar úti- og svalahurðir að fullu frágengnar.  Útidyrahurð er hefðbundin tré útidyrahurð. Stigi á milli hæða verður pússaður án gólfefna og allra handriða á pöllum og við op.
 
FRÁGANGUR BÍLGEYMSLU OG SÉRGEYMSLU:  
Steypt loft og veggir  bílgeymslu eru hreinsaðir og málaðir. Útveggir bílgeymslu verða einangraðir, grófpússarðir og síðan málaðir. Skilveggur í bílgeymslu  eru með timburgrind og spónaplötuklæðningu þar sem geymsla er, en án innréttinga og hurða. Loft er slípað og málað sem og aðrir veggir sem ekki eru pússaðir, veggir í sérgeymslu er málað.
Um ofnakerfi, einangrun, allar lagnir, gler o.fl. gildir það sama og sagt er hér að framan um sjálfa íbúðina.  Til viðbótar fylgir það sem hér segir: Allar útihurðar fylgja frágengnar. Hurð fyrir bílageymslu fylgir frágengin með sjálfvirkum opnunarbúnaði og fjarstýringu.
Raflögn í bílgeymslu fylgir ídregin án rofaefnis og ljósa. Loftræstilagnir verða lagðar skv. teikningu. Gólf er vélslípað og án frekari meðhöndlunar. Sprungur geta myndast á yfirborðinu sem ekki verða meðhöndlaðar frekar.
 
FRÁGANGUR UTANHÚSS: Húsið verður pússað slétt að utan og klætt með timbri á völdum stöðum  samkv.teikningu arkitekts og eða máluð í lit.  Niðurföll eru tengd og flastningar úr áli yfir þakbrúnir.  Gluggar eru álklæddir timburgluggar.  Handrið er með gleri  á svölum en steypt á þaksvölum og gleri þar sem við á. Þaksvalir eru klæddar með gagnvarðri furu.  Stéttar næst húsi eru hellulagðar og hiti er í gangstíg framan við húsið skv. teikningu. Bílastæði eru hellulögð.  Lóð er frágengin með grasþökum, palli næstu húsi og gróðri samkvæmt leiðbeinandi teikningu landslagsarkitekts. Timur í palli og vegg á milli íbúðar er gagnvarin fura.
Lóð og allur annar frágangur á næst húsum sem og aðliggjandi svæði næst lóðarmörkum endurspeglar ekki að fullu teikningu landslagsarkitekts.
Ef kaupandi kemur til með fá aðra meistara til að klára pípulangir og raflagnir þarf að hafa meistaraskipti á þeim verkþáttum.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf mun óska eftir að lokaúttekt með Byggingarfulltúra Kópavogs fari fram innan 6.mánaða frá því að kaupandi flytur inn.
 
Athygli skal vakin á því að Byggingarfélag Gylfa og Gunnar áskilur sér allan rétt til aðgera útlits,efnis- og tæknilega breytingar meðan á byggingarframkvædmum stendur.
 
ALLAR BREYTINGAR Á ÍBÚÐINNI SJÁLFRI OG EINSTAKA HLUTUM Í HENNI, AÐ ÓSK KAUPENDA, GETA HAFT ÁHRIF Á AFHENDINGARTÍMA TIL SEINKUNNAR.