Sigtún 315.000.000 kr.
Eignatorg
Verð 315.000.000 kr.
Fasteignamat 123.498.000 kr.
Brunabótamat 423.625.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Jörð/Lóð
Byggingarár None
Stærð 1879.7 m2
Herbergi 0
Svefnherbergi Óuppgefið
Stofur Óuppgefið
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Ekki vitað
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 21. júní 2020
Síðast breytt: 20. júlí 2020

Eignatorg kynnir: Eignin er seld og í fjármögnunarferli.
Til sölu glæsilegt og sérlega vel uppbyggt kúabú í fullum rekstri. Um er að ræða lögbýlið Sigtún Eyjafjarðarsveit, landnr. 152764. Í dag er rekið mjög myndarlegt kúabú á jörðinni í fjósi byggðu 2016 ásamt eldri fjósbyggingum. Glæsilegt íbúðarhús er á jörðinni ásamt öðru eldra húsi. Framleiðsluréttur jarðarinnar í mjólk er 351.410 lítrar á ársgrundvelli. Eignin stendur í 17 km fjarlægð frá Akureyri.
Hitaveita.
3ja fasa rafmagn.
Ljósleiðari kominn inn og tengdur.


Skv. skráningu Þjóðskrár eru byggingar eftirfarandi:
  • Íbúðarhús með bílskúr byggt 1993, samtals 196,8 fm.
  • Íbúðarhús byggt 1926, samtals 112,9 fm.
  • Lausagöngufjós með áburaðarkjallara byggt 2016, samtals 917,6 fm.
  • Eldri fjósbyggingar og hlaða byggt á árunum 1948 - 1992, samtals 529,4 fm.
  • Fjárhús byggð 1955, samtals 97,2 fm.
  • Garðávaxtageymsla byggð 1970, samtals 25,8 fm.
Heildar landstærð jarðarinnar er talin vera um 305 hektarar, þ.a. er ræktað land 73 hektarar.

Nánari lýsing:
Nýrra íbúðarhús er steinsteypt á einni hæð með innbyggðum bílskúr og skiptist í forstofu, sjónvarpshol, rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu þar sem gert er ráð fyrir arni, rúmgott eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús. Nýlega hefur verið lokið við að skipta um járn og pappa á húsinu.
Eldra íbúðarhús er steinsteypt á tveimur hæðum auk kjallara og skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Mögulegt er að fjölga svefnherbergjum í húsinu. Nýlega hefur verið skipt um glugga.
Fjós byggt 2016 er hefðbundið hjarðfjós með 73 legubásum, sjúkrastíum með þremur básum, kálfastíum, skrifstofurými með eldhúskrók, tæknirými og mjólkurhús. Í fjósinu er DeLaval mjaltaþjónn og annar búnaður, sjá tækjalista. Við hönnun fjóssins var gert ráð fyrir að einfalt væri að stækka húsið til norðurs og bæta við öðrum mjaltaþjóni.
Eldri fjósbyggingar eru í dag nýttar fyrir uppeldi.
Heimreið er með bundnu slitlagi.

Tækja- og gripalisti liggur fyrir á skrifstofu Eignatorgs.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% - 1,8% af fjárhæð skuldabréfa. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.