Suðurvellir 8 Reykjanesbæ 55.900.000 kr.
Borg Fasteignasala
Verð 55.900.000 kr.
Fasteignamat 63.850.000 kr.
Brunabótamat 66.150.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1981
Stærð 225.8 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 30. júní 2020
Síðast breytt: 30. júní 2020

Borg fasteignasala kynnir: Fjölskylduvænt einbýlishús með stórum bílskúr í Keflavík. 

Húsið er 145m2 og bílskúrinn er skráður 80m2 og þar möguleiki er að gera litla stúdíóíbúð. Stór lóð og engin byggð er aftan við húsið.


Anddyri: Dökkar flísar á gólfi og lokaðir fataskápar.
Stofa: Stofan er með parketi á gólfi og útgengi út á lokaðan suður sólpall. Tengi og lagnir fyrir heitan pott eru til staðar.
Eldhús: Parket á gólfi. Viðarinnrétting með grárri borðplötu.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og stórum fatarskápum.
Svefnherbergi: Þjú svefnherbergi eru í húsinu og eru öll með parketi á gólfi. Tvö herbergjanna eru með fataskápum.
Baðherbergi: Baðherbergið er með ljósum flísum á gólfi. Sturtuklefi og innrétting. Úr baðherberginu er hurð út á sólpallinn. 
Þvottahús er gegnt eldhúsinu. Þar innaf eru tvær geymslur. Úr þvottahúsinu er hurð sem vísar að bílskúrnum.
Bílskúrinn er rúmir 80m2. Búið er að taka um helming gólfsins niður þannig að þar er hægt að geyma húsbíl sem er allt að 3 metrar að hæð. Bílskúrshurðirnar eru tvær. Önnur er 2,50 x 2,50 og hin er 3 x 3 metrar. Innst í bílskúrnum er um 25m2 rými sem notað er sem geymsla. Þar eru vatns og frárennslislagnir og lagnir fyrir eldavel. Hæglega má breyta því rými í íbúð.

Allir gluggar og hurðir voru endurnýjuð árið 2007 og  þakkantur. Bílskúrinn var stækkur og að mestu endurnýjaður árið 2007. Húsið er klætt að utan með kanadískri risafuru sem er að sögn eigenda viðhaldslítil. Hiti er í innkeyrslu og lýsing er í planinu. Innfelld lýsing er í þakkanti. Húsið er timburhús á steyptum sökkli. Lóðin er skráð 1.155m2.

Stutt er í verslun og skóla. Húsið stendur í byggðinni sem er í nálægð við Flugstöðina í Keflavík.

Bókið skoðun hjá Davíð Ólafssyni lög.fast. í síma 897 1533 eða david@fastborg.is