Einbýlishús á Seltjarnarnesi Seltjarnarnesi Tilboð
Domusnova fasteignasala
Verð Tilboð
Fasteignamat 105.250.000 kr.
Brunabótamat 82.050.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1976
Stærð 246.2 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Margir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 30. júní 2020
Síðast breytt: 30. júní 2020

Kristín Einars. lgf. og Domusnova kynna í einkasölu:
Fallegt, bjart og stílhreint 246,2  fm. steinsteypt einbýlishús á eignarlóð.
Samkv. FMR skiptist eignin í 145 fm íbúð, 60 fm bílskúr og 41,2 fm garðskála/sólstofu.  Samtals 246,2 fm.
Húsið ber með sér að hafa verið vandað í upphafi og notið góðs viðhalds.
Húsið er rúmgott, á einni hæð, gott skipulag, fjölskylduvænt, nýtist vel og hefur greinilega verið hannað með tilliti til staðsetningar,
en það stendur við friðsæla götu þar sem stutt er í opin útivistasvæði.

Eignin er einstaklega smekkleg og vönduð og skiptist í forstofu, hol, gestasalerni, samliggjandi stofur, eldhús, borðstofu, 
þrjú svefnherbergi, fataherbergi baðherbergi auk garðskála/útihýsi og tvöfalds bílskúrs.

Árið 2015 var húsið mikið endurnýjað m.a. frárennslislagnir, vatnslagnir, skolplagnir, raflagnir ásamt hitaveitukerfisinntaki.
auk innréttinga m.a. í eldhúsi og baðherbergi og allra gólfefna.

Húsið var málað utan og innan á sama tíma.
Þak bílskúrsins var yfirfarið og lagfært 2019.


Þetta er einkar skemmtileg eign sem frábæru skipulagi, þægileg í notkun með lágmarks garðumhirðu.
Vinsæl staðsetning á Nesinu, þar sem örstutt er m.a. í leik- og grunnskóla, heilsugæslu, golfvöll,sundlaug, frábærar
gönguleiðir í Gróttu o.fl.


Nánari upplýsingar veita:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / kristin@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.