Asparvík 6 Selfossi 28.000.000 kr.
Domusnova fasteignasala
Verð 28.000.000 kr.
Fasteignamat 27.300.000 kr.
Brunabótamat 32.920.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 2005
Stærð 87.8 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Margir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 15. júlí 2020
Síðast breytt: 4. ágúst 2020

Domusnova og Guðný Guðm., lögg. fast. s. 8216610 kynna 87,8 fermetra sérlega gott heilsárshús í Hraunborgum með gesthúsi og geymsluhúsi á 5100 fm lóð. Aðal húsið er 61,8 fm og skiptist í forstofu, þvottaherbergi, þrjú svefnherbergri, baðherbergi og samliggjandi stofu, eldhús og hol. Gesthúsið er 26,0 fm með þrem inngöngum og skiptist í geymslu, svefnrými og baðherbergi. Stór sólpallur  umliggur bústaðina tvo. Skjólgirðing og heitur pottur.  Sundlaug, veitingastaður, leiktæki með aparólu, markaður og skemmtilegar uppákomur eru á þjónustusvæði Hraunborgar. Einnig er golfvöllur innan þjónustusvæðisins. Nokkurra mínútu akstur á golfvöllinn í Kiðjabergi. Um 15-20 mínútna akstur inn á Selfoss. Dæmi um áhugaverða staði í nágreninu eru: Kerið, Þingvellir, Gullfoss og Geysir, Laugavatn.

Sumarhúsið  er vandað norskt frá TUNGESVIK BYGG AS.
Herbergi. Tvö herbergi rúma tvíbreið rúm og skáp. Eitt minna herbergi með kojum og lágum skáp.
Forstofa, þvottaherbergi. Forstofan er flísalögð og gengið þaðani inn í þvottaherbergi með glugga.
Baðherbergið er rúmgott með glugga, vask í góðri innréttingu, flísar á gólfi og í sturtuklefa.
Hol, stofa og eldhús eru samliggjandi. Eldhúsið með efri- og neðriskápum, bkaraofni, 4 gashellum (gaskútur í sér hólfi fyrir utan húsið), örbylgjuofn og ískápur geta fylgt húsinu. Borðstofa við glugga á milli eldhúss og stofu. Gengið út á stórann sólarpall frá stofu. 

Hitaveita. Greitt er 44.000 kr. leiga í október einu sinni á ári til Sjómannadagsráðs. Sumarhúsafélagið Hraun sér um snjómokstur á veturnar, hlið og viðburði, greitt í félagið í ágúst einu sinni á ári kr. 5.000 kr.
 
Gesthúsið  var byggt þrem árum seinna á vandaðan máta og er frá sama framleiðanda og sumarhúsið. Skipulagt í dag með geymslu í öðrum enda þess með sér inngangi. Einnig sér inngangur, beint inn á baðherbergi með sturtu, frá sólverönd, sem er hentug tenging við heita pottinn. Gott, bjart svefnrými með útgang á sólveröndina. Geymslurými upp undir lofti að hluta í svefnrými. 
Áhaldahús   er óeinangrað og nýtt sem geymsla. Það er ekki inn í ofanskráðum fermetrum.
Sólpallur   umliggur aðal hús og gesthús og tengir umgengni við þau saman. Skjólveggir í kring. Heitur pottur með nuddi og ljósum. 
Land og umhverfi   Góðar grasflatir eru við húsið. Ræktun á jarðaberjum, rabbabara og graslauk í landinu. Leiktæki við húsin. Stórt bílaplan fyrir nokkra bíla við húsið með grófri grámöl sem er einnig í aðkeyrslunni. Fallegur lágreistur gróður með trjágróðri að hluta á landamörkum. 

Nánari upplýsingar veita:
Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.821 6610 / gudny@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.