Tunguheiði - Opið hús 6 Kópavogi 49.900.000 kr.
Opið hús 6. ágú., kl 18:00 - 18:30
Eignatorg
Verð 49.900.000 kr.
Fasteignamat 46.150.000 kr.
Brunabótamat 36.380.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1971
Stærð 126.8 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 1. ágúst 2020
Síðast breytt: 1. ágúst 2020

Eignatorg kynnir: Opið hús Tunguheiði 6, íbúð 201 fimmtudaginn 6. ágúst milli kl. 18:00 og 18:30.
Falleg og björt 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í tveggja hæða fjórbýli ásamt bílskúr. Þvottahús innan íbúðar. Húsið er klætt að utanverðu með Steniklæðningu.

Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðin 96,1 fm og bílskúrinn 30,7 fm. Samtals er eignin því skráð 126,8 fm.

Nánari lýsing: Rúmgott forstofuhol með flísum og parketi á gólfi og forstofuskáp. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi og klæðaskápum. Herbergi með plastparketi á gólfi. Hluti svefnherbergisgangs hefur verið lokaður af og sameinaður herberginu. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum að hluta, baðkari, innréttingu, línskáp og glugga. Eldhús með parketi á gólfi, fallegri innréttingu, borðkrók og glugga. Inn af eldhúsinu er þvottahús með máluðu gólfi og glugga. Inn af þvottahúsinu er geymsla með dúk á gólfi og hillum. Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi, gluggum á tvo vegu og hurð út á rúmgóðar vestur svalir.
Bílskúrinn er með rafmagni, hita, gönguhurð og rafdrifnum opnara á innkeyrsluhurð.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 85.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning