Rauðsgil Reykholt í Borgarfirði 76.000.000 kr.
Eignatorg
Verð 76.000.000 kr.
Fasteignamat 16.649.000 kr.
Brunabótamat 52.664.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Jörð/Lóð
Byggingarár None
Stærð 471.0 m2
Herbergi 0
Svefnherbergi Óuppgefið
Stofur Óuppgefið
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 5. ágúst 2020
Síðast breytt: 6. ágúst 2020

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Rauðsgil Borgarbyggð. Um er að ræða jörð í byggð á fallegum stað nærri Reykholti í Borgarfirði. Á jörðinni standa eldra íbúðarhús ásamt útihúsum. Á jörðinni hefur verið stunduð nytjaskógrækt á u.þ.b. 135 hektara landsvæði og hafa verið gróðursett nærri 200.000 plöntur. Sameiginlegur virkjunarréttur er í Rauðsgili með eigendum Steindórsstaða. Bæjarstæðið er sérlega fallegt og Rauðsgilið er stórkostleg náttúruperla og er á engan hátt smátt í sniðum, sennilega er það 50 til 60 m djúpt þar sem dýpst er, og fossarnir í gilinu sumir á annan tug metra. Afar skemmtileg gönguleið er upp með Rauðsgili, upp á Steindórsstaðaöxl í vestri og Búrfell í austri, þaðan má sjá allt til Snæfellsjökuls, í norðri sést til Baulu og Tröllakirkju, í austri má sjá Eiríksjökul, Langjökul og Ok, í suðvestri sést í Skjaldbreið og Kálfstinda, í suðri má sjá Botnssúlur, Kjöl og Skarðsheiði.

Skv. skráningu Þjóðskrár eru byggingar eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1940, samtals 142,2 fm.
Útihús byggð á árunum 1912 - 1973 samtals 640,8 fm.
Jörðin er skráð 308 hektarar en er talin vera nærri 330 hektarar.
Ræktað land er skráð 26,8 hektarar.

Nánari lýsing íbúðarhúss: Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og telur forstofu, stofu, eldhús, sex svefnherbergi og baðherbergi.

Í fjósi hefur verið innréttuð góð vinnuaðstaða og góð óeinangruð skemma með steyptu gólfi að hluta, hentar vel sem geymsluaðstaða.
3ja fasa rafmagn.
Lagning ljósleiðara er áætluð á næstu misserum.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% - 1,8% af fjárhæð skuldabréfa. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.