Þrastargata 7b Reykjavík 84.900.000 kr.
Helgafell Fasteignasala
Verð 84.900.000 kr.
Fasteignamat 69.050.000 kr.
Brunabótamat 33.800.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1944
Stærð 109.6 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 21. september 2020
Síðast breytt: 21. september 2020

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Þrastargata 7b - 107 Reykjavík

Nýlega tekið í gegn snoturt parhús í Vesturbænum með skjólgóðum suður-palli

Eignin samanstendur af forstofu, baðherbergi, opið eldhús, tvö svefnherbergi og eina til tvær stofur.  Á efri hæð er rúmgott svefnherbergi.

Neðri hæð
Forstofa:  Flísar á gólfi.
Baðherbergi:  Inn af forstofu, flísar í hólf og gólf, salerni, sturtuaðstaða.  Tengi fyrir þvottavél á baði.
Eldhús:  Opið eldhús með hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél.   Eldhúsið er opið miðrými með góðri setustofu.  Stór, laus, hvítur skápur getur fylgt með.  Mosaic flísar á borðplötum.  Gaseldavél í borðplötu.   Góður arinn setur fallegan svip á miðrýmið.  Gengið er úr miðrými/eldhúsi út á suður-pall.
Stofa:  Flísar á gólfi og góð lofthæð.
Tvö svefnherbergi:  Rúmgóð svefnherbergi með eikarparketi á gólfi.  Góð lofthæð í báðum herbergjunum.  Fataskápur í öðru þeirra. 

Gengið er úr miðrými út á skjólgóðan, afgirtan, gróðursælan pall.  Geymsluskúr á pallinum.  Rafmagnspottur gæti fylgt með.   Komið er leyfi fyrir sólskála.

Efri hæð:
Stórt svefnherbergi.  Nýlega er búið að setja kvista á efri hæðinni og er allur frágangur til fyrirmyndar.  Litlar svalir úr svefnherberginu.  Eikarparket á gólfi.

Eignin hefur öll verið tekin í gegn á undanförnum árum.   Efri hæð með nýlegum kvistum, nýlegt þak.  Allir gluggar nýlegir.  

Húsið stendur við fallega, rólega götu þar sem stutt er í Háskóla Íslands, gönguleiðir og alla helstu þjónustu.  
 
Smellið hér til að opna söluyfirlit

Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við:
Rúnar Þór Árnason, s: 775 5805 / email: runar@helgafellfasteignasala.is
Knútur Bjarnason, s: 775 5800 / email: knutur@helgafellfasteignasala.is  

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.