Álfkonuhvarf 55 Kópavogi 46.500.000 kr.
Domusnova fasteignasala
Verð 46.500.000 kr.
Fasteignamat 43.550.000 kr.
Brunabótamat 35.700.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2005
Stærð 99.1 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 22. september 2020
Síðast breytt: 26. september 2020****EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA****
Domusnova kynnir vel skipulagða þriggja herbergja íbúð með lokuðum suðursvölum og stæði í bílageymslu.

Lýsing eignar:

Eignin er 89,0 m2 íbúð á 3. hæð og 10,1 m2 geymsla á 1. hæð, ásamt stæði nr. B016 í bílageymslu. 
Forstofa: Flísalögð með góðum skáp.
Eldhús: Bjart með góðri innréttingu með viðaráferð, flísar á milli neðri og efri skápa. Í opnu rými með stofu/borðstofu.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð, útgengt á rúmgóðar svalir, parket á gólfi. 
Svalir: Lokaðar svalir með viðarflísum á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskáp, parket á gólfi.  
Svefnherbergi: Með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt, stór góð innrétting með viðaráferð, upphengt salerni, stór sturta. 
Þvottahús: Innan íbúðar, innréttingar með vask og tengi þvottavél, flísar á gólfi, hillur á vegg.
Geymsla: Rúmgóð í sameign.

Bóka skoðun: hrafnkell@domusnova.is 

Um húsið og sameign:
Álfkonuhvarf 53-57 er fjögurra hæða fjölbýlishús, í húsinu eru 29 íbúðir, 2 stigahús og 2 lyftur. Á 1. hæð eru geymslur, vagna- og hjólageymsla, inntaksrými, bílageymsla sorpgeymsla.

Húsið er heitavatnskynnt og skiptist kostnaður vegna hitunar eftir hlutfallstölum. Sér rafmagnsmælir er fyrir hverja íbúð, sér mælir fyrir bílageymsluna og sérmælir fyrir sameign ásamt geymslum. Kostnaði vegna sameignar og geymsla er skipt jafnt.

Lóðin er leigulóð í eigu Kópavogsbæjar. Við álfkonuhvarf 53-57 eru 31 bílastæði og eru afnot af þeim í sameign allra á lóðinni, auk þess eru 27 bílastæði í bílageymslu alls 58 stæði. Afnot af lóðinni er í óskiptri sameign en sumar íbúðir á 1. hæð húsanna hafa sérafnot af lóðarhluta, afmarkað á bygginganefndateikningum. Allt viðhald og endurnýjun lóðarinnar er á hendi sameiginlegs lóðarfélags.

Fasteignamat næsta árs: kr. 43.700.000

Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmi lgf. / hrafnkell@domusnova.is / 6908236
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Haukur Halldórsson löggiltur fasteignasali / s.6959990 / haukur@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um tengsl seljanda við fasteignasölu
Seljendur eru skyld fasteignasala í beinan legg.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.