Vesturvegur 11 B Vestmannaeyjum 51.900.000 kr.
Heimaey þjónustuver
Verð 51.900.000 kr.
Fasteignamat 44.150.000 kr.
Brunabótamat 64.670.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1986
Stærð 198.7 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 21. nóvember 2020
Síðast breytt: 21. nóvember 2020

LÆKKAÐ VERÐ:  EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS FLJÓTLEGA
Heimaey fasteignasala kynnir glæsilegt einbýlishús að Vesturvegi 11 B í Vm. Frábær staðsetning í hjarta bæjarins.  Eignin er í heild: 198,7 m2 þar af bílskúr 28,5 m2. Eignin er byggð úr steini árið 1986 og bílskúr árið 1984.  Plan við bílskúr hellulagt, stétt steypt, góður og tjáríkur garður, garðveggir. Afgirtur sólríkur steyptur sólpallur, gengið úr stofu út á sólpall til vesturs. Lítið mál að bæta við svefnherbergi á efri hæð.

Eignin telur:   AÐALHÆÐ:
Anddyri, flísar á gólfi, skápur
Þvottahús, inn af anddyri, góð innrétting, flísar á gólfi
Hol, flísar á gólfi, nýlegur skápur
Eldhús, góð innrétting, korkdúkur á gólfi
Snyrting,  flísar á gólfi, sturta, neðri skápar og hliðar skápur við spegil
Herbergi 1, nett herbergi, parket á gólfi
Herbergi 2, parket á gólfi
Stofa, stór og góð,skemmtilegur bogagluggi til suðurs. Útgangur á afgirtan, steyptan sólpall til vesturs. Sólríkur pallur

Efri hæð:
Sérsmíðaður, mjög vandaður stigi upp á efri hæð, stórir mjóir gluggar í norður v/stigapall
Herbergi 3, stórt herbergi, parket á gólfi, skemmtilegir gluggar til austurs og gott skápapláss.
Herbergi 4, stórt herbergi, parket á gólfi, skemmtilegir gluggar til austurs og gott skápapláss. Loftlúgustigi upp á geymsluloft.
Setustofa í baðstofustíl, parket á gólfi, viður í lofti, skemmtilegt rými útg. á svalir til suðurs og vesturs. Lítið mál að minnka setustofu og bæta við herbergi.
Svalir, 2 góðar flísalagðar svalir til suðurs og vesturs. Sólríkar svalir frá morgni til kvölds.
Snyrting, stór snyrting, baðkar, sturtubotn. Vantar gólfefni.
Bílskúr, 28,5 m2, góður bílskúr, rafmagn, bílskúrshurðaopnari. Gott geymslurými í v.enda
Bílskúrinn er fulleinangraður,  nýtt gólf og pússaður að innan. Hellulagt plan fyrir framan bílskúr.
Sólpallur, gengið úr stofu út á afgirtan steyptan sólpall til vesturs. 
Frábær eign á góðum stað í hjarta miðbæjarins. Sjón er sögu ríkari.