Haðaland 1 Reykjavík 119.900.000 kr.
Heimili fasteignasala
Verð 119.900.000 kr.
Fasteignamat 129.000.000 kr.
Brunabótamat 64.000.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1968
Stærð 226.8 m2
Herbergi 8
Svefnherbergi 5
Stofur 3
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 13. janúar 2021
Síðast breytt: 15. janúar 2021

 

Heimili fasteignasala, s: 530-6500, kynnir til sölu einbýli á einni hæð á frábærum stað í Fossvoginum í 108 Reykjavík. Eignin er skráð 226,8 fm að stærð, þ.m.t. bílskúr, og skiptist í anddyri, þrjár stofur, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, þvottahús, bakinngang og bílskúr. 

***Eignin verður sýnd sunnudaginn 17.01.2021 á milli kl. 15:00-15:30 og geta áhugasamir aðilar bókað tíma í skoðun með því að senda t.póst á brynjolfur@heimili.is. ATH, grímu og hanskaskylda við skoðun***

Nánari lýsing: 

Komið inn í flísalagt anddyri þar sem inn af er snyrting og svefnherbergi (húsbóndaherbergi á teikningu). Frá anddyri er komið inn í setustofu eignar sem er afar rúmgóð með gluggum til suðurs og teppi á gólfi. Frá setustofu er opið inn í borðstofu.  Eldhús eignar er með upprunalegri innréttingu, góðu vinnuplássi og borðkróki. Á gólfi eru flísar og inn af eldhúsi er búr. Frá eldhúsi er flísalagður gangur inn í skála/setustofu og við gang er bakdyrainngangur eignar þar sem er fatahengi og geymsla. 
Opið er frá setustofu inn í skála/setustofu sem tengir saman stofur eignar og svefnherbergisálmu þar sem eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Skáli er rúmgóður, með flísum á gólfi, gluggum til suðurs, útgengi á hellulagða verönd og arin. Hjónaherbergi er afar rúmgott, með gluggum á tvo vegu, parketi á gólfi og fataskápum. Baðherbergi er með eldri innréttingu, tveimur vöskum, nýlegu wc, baðkari og sér sturtuklefa. Baðherbergi er með glugga með opnanlegu fagi, á gólfi er korkur og á veggjum eru flísar. Við hlið baðherbergis er þvottahús eignar þar sem er eldri innrétting og gluggi með opanlegu fagi. Öll barnaherbergin eru með fataskápum, tvö þeirra eru með teppi á gólfi en eitt með dúk. Loks fylgir eign rúmgóður bílskúr og umhverfis er fallegur garður í góðri rækt. 

Eign með mikla möguleika á einstökum stað í Fossvogsdalnum þar sem stutt er í alla þjónustu, Fossvogsskóla sem og fallegar gönguleiðir.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., s: 896-2953, brynjolfur@heimili.is