Kópubraut 17, 260 Njarðvík — Einbýlishús

ALLT FASTEIGNIR – Fasteignasala Suðurnesja S: 560-5515 kynnir í einkasölu:
Spennandi einbýlishús við Kópubraut 17, 260 Reykjanesbæ, fastanúmer 227-8790. Skráð stærð eignarinnar er 151,7 fermetrar, þar af er bílskúrinn 26,0 fermetrar. Lóðin er 977 fermetrar. Húsið er vel staðsett í grónu hverfi í innri Njarðvík, stutt er í fallegar gönguleiðir, skóla og helstu þjónustu. Eignin er björt með uppteknum loftum, innfeldri lýsingu í loftum og hita í gólfum, ljósdemprun er á lýsingu. Gegnheilt parket er á stofu, miðrými og herbergjum, flísar á gólfum í eldhúsi, forstofu og baðherbergjum. Innbyggt ryksugukerfi er í húsinu, hiti í innkeyrslu og stétt. Stór og skjólsæll sólpallur er á baklóð eignarinnar og annari hlið hennar. Útgengt er út á sólpallinn frá stofu og frá hjónaherbergi. Húsið er byggt af Sparra ehf.

Nánari lýsing:
Eldhús:
viðarlituð eldhúsinnrétting, gaseldavél, háfur og tvöfalldur ísskápur fylgir eigninni. Opið að borðstofu og stofu
Baðherbergi: Bæði með baðkari og sturtu, dökkar flísar í hólf og gólf, viðarlituð innrétting. 
Stofa: Arinn er í stofu, flísar á gólfi við arinn, gegnheilt parket á stofu, stórir gluggar, upptekin loft með innbyggðri lýsingu og útgengt út á sólpall, tvöföld hurð.
Forstofa: Flísalögð með góðum fataskáp. Ein flís er brotin á gólfi.
Hjónaherbergi: Útgengt á pall úr hjónaherbergi, gegnheilt parket á gólfum og fatahernergi inn af svefnherbergi.
Tvö barnaherbergi: Rúmgóð, björt barnaherbergi, gegnheilt parket á gólfum, með fataskápum.
Þvottahús: Rúmgott, flísar á gólfum. Þar er innrétting með vaski og góðir skápar. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Pallur: Stór, skjólgóður, fyrir aftan húsið og við aðra hliðina, þar er heitur pottur. 
Bílskúr: Flísalöggð gólf, mikil lofthæð og gott geymsluloft. Sjálfvirkur hurðaopnari á bílskúrshurð.

Söluyfirlit veitir Unnur Svava í síma 8682555 og á netfanginu unnur@alltfasteignir.is eða pall@alltfasteignir.is, eða Gunnar Ólafsson á gunnar@alltfasteignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.000 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
 
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 4
Stærð: 125 fm.
Laus: Strax
+ SKRÁ LEIGUHÚSNÆÐI

Auglýstu eignina þína ódýrt

Það er ódýrt að auglýsa á leiguvef mbl.is. Hver auglýsing kostar aðeins 3.528 kr. í einn mánuð eða 1.008 kr. í eina viku.

Ég á auglýsingu en vil breyta eða endurbirta