Furudalur 18, 260 Njarðvík — Parhús/raðhús

LANDMARK fasteignamiðlun kynnir Furudal 18 til sölu. Um er að ræða parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, skráð 170,6 fm. Íbúðin er 4ra herbergja, skráð 142,9 fm, bílskúr er skráður 27,7 fm. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum við hvert hús. Eignin er vel staðsett, stutt að fara í grunnskóla og leiksskóla. Mjög stutt er út á Reykjarnesbraut, tekur um 20 mínútur sð keyra á höfuðborgarsvæðið.

Húsið selst fullbúið að utan og fokhelt að innan. Búið er að setja upp innveggi.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu sem er opið rými, þrjú rúmgóð herbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Hátt er til lofts og útgengt út í garð frá stofu/eldhúsi. 


BYGGINGAEFNI:

Burðarvirki: Aðal burðarvirki byggingarinnar eru úr járnbetri steinsteypu, þ.e sökklar, botnplata, útveggir og veggur milli bílskúrs og íbúðar. Þak er borið upp af trjávið.

Einangrun: Sökklar og botnplata eru einangruð með 100 mm Polystyren einangrun (U-gildi 0,3 W/m2). Útveggir og þak byggingarinnar skilast einangrað.

Gluggar og gler: Húsin eru afhent með hvítum vönduðum PVC gluggum og hurðum með tvöföldu einangrunargleri.

Innveggir: Innveggir eru byggðir upp af blikkstoðum. Gólfplata er grófjöfnuð tilbúin til flotunar.

Yfirborð útveggja og þaks: Veggir eru sléttpússaðir að utan og þak er klætt með bárujárni

 

Lóðafrágangur: Heimreið að framan er malbikuð. Lóð jöfnuð og tyrfð, bílastæði verða steypt og söguð í ferninga. Þjöppuð fylling og grófjöfnuð undir sólpall, sólpallur fylgir ekki, Sorpskýli fylgir ekki.

Eignin er tilbúin til afhendingar

Allar upplýsingar veitir Bergrós Hjálmarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma: 893-9381 eða email: bergros@landmark.is

 

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill LANDMARK  fasteignamiðlun  því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 4
Stærð: 142 fm.
Laus: Strax
+ SKRÁ LEIGUHÚSNÆÐI

Auglýstu eignina þína ódýrt

Það er ódýrt að auglýsa á leiguvef mbl.is. Hver auglýsing kostar aðeins 3.528 kr. í einn mánuð eða 1.008 kr. í eina viku.

Ég á auglýsingu en vil breyta eða endurbirta