Miðholt 4, 220 Hafnarfjörður — Íbúð

Borg fasteignasala 519-5500 kynnir til leigu fallegt 199,2 fermetra einbýli á tveimur hæðum. fallegt og vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr innarlega í litlum botnlanga við Miðholt 4 í
Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni yfir Hvaleyrarvöll, til sjávar, að Snæfellsjökli, Reykjanesi og víðar. Bílaplan er hellulagt með hitalögn. Timburverönd
suðvestur og er lóðin að mestu náttúruleg með trjám og grjóti.


Húsið er skemmtilega hannað með stórum gluggum, teiknað af Sigurði Einarssyni.
Samkvæmt FMR er eignin skráð 199,2 m2, þar af íbúðarrými 175 m2 og bílskúr 24,2 m2. Seljanda telur þó að húsið sé stærra þar sem glerveggurinn í
stofu var færður framar.

Eignin skiptist í: Neðri hæð: forstofa, gestasnyrting, þvottahús, eldhús, stofa, borðstofa, bílskúr og geymsla.
Efri hæð: Fjögur svefnherbergi,baðherbergi og stofa/sjónvarpsstofa.
Komið er inn í forstofu Úr forstofu er komið inn á gang . Á hægri hönd á gangi er gestasnyrting með vegghengdu salerni . Þar við hlið er gengið inn í
þvottahús þar sem hægt er að setja upp sturtu.. Úr þvottahúsi er innangengt inn í bílskúrinn sem hægt er að nota sem íbúðarrými. Í
bílskúr er eldhúsinnrétting með blástursofni, keramikhelluborði, háf og ís- og frystiskáp. Epoxy er á gólfi.
Af gangi er komið í opið rými sem skiptist í eldhús, stofu og borðstofu, og glæsilegt útsýni. Engin innrétting er í eigninni í dag, en búið er að teikna það
upp. Stofa er rúmgóð og björt með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Kamína er í stofu. Úr stofu er gengið út á timburverönd í suðvestur. Úr stofu er steyptur
stigi upp á efri hæðina.
Komið er inn á gang . Á gangi eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi með sturtu, baðkari og handklæðaofni.. Af gangi er komið inn í stofu/sjónvarpsstofu
með glæsilegu útsýni.

Eignin afhendist með innréttingu og gólfefnum. Laus til afhendingar fljótlega. 

Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari  í síma 897-1401 brandur@fastborg.is  hjá BORG fasteignasölu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði 

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 7
Stærð: 199 fm.
Laus: Strax
+ SKRÁ LEIGUHÚSNÆÐI

Auglýstu eignina þína ódýrt

Það er ódýrt að auglýsa á leiguvef mbl.is. Hver auglýsing kostar aðeins 3.528 kr. í einn mánuð eða 1.008 kr. í eina viku.

Ég á auglýsingu en vil breyta eða endurbirta