Los Castorer 20, 999 — Einbýlishús

Fasteignaslan Miðbær kynnir til leigu: Einbýlishús á Spáni með sundlaug til leigu í vetur. Laust frá 1 okt - 1 maí 2020
Húsið er staðsett á Torreveja svæðinu nánar tiltekið Las Mimosas. Skammt frá verslunarmiðstöðinni Zenia Boulevard Shopping Centre.
Leiguverð: Einn mánuður 700€ + vatn og rafmagn sem er ca 100 € . Afsláttur veittur af langtímaleigu. 
Nánari lýsing: 
Eldhús, stofa og borðstofa
Komið er inn í anddyri/stofu sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, snjallsjónvarp með erlendum sjónvarpsstöðvum, WiFi, loftkæling og borðstofuborð með fjórum stólum.Eldhúsið er bjart og vel búið.  Í eldhúsinu er uppþvottavél, örbylgjuofn, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill, og öll helstu áhöld til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni,  gistipláss er því fyrir 4-6 gesti og einnig er barnaferðarúm með sæng og kodda fyrir 0-2 ára barn.
Hjónherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum.  Gestaherbergið er með koju, tvíbreið neðri kojan og einbreið efri koja.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum. Frá gestaherbergi er hægt að ganga út á verönd. 

Baðherbergi og þvottahús
Fallegt baðherbergi er í íbúðin. Á efri hæð eða í turni er þvottahús með þvottavél. Þaðan er gengið út á þakið sem er notað, ef vill sem sólabaðsaðstaða. Hægt er að loka sólina eða vindinn af með markísum á alla vegu. Rúmfatnaður og lín fylgir húsinu ásamt handklæðum.
Garður og sundlaug
Gengið er út úr stofunni útí garð, þar er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta. Gott borð með átta stólum og stórt gasgrill. Sófasett og borð með arni í miðju borði, sem er gaman að setja viðarkol í ef svalt er í veðri á kvöldin. 

Í göngufæri frá húsinu ( 15 min) er stærsta verslunarmiðstöð á Alicantesvæðinu sem heitir Zenia Boulevard Shopping Centre. Verslunarmiðstöðin er 161.000 fermetrar að stærð með um 150 verslunum. 
Á heimasíðunni www.costablanca.es er hægt að skoða nánari upplýsingar um Costa Blanca svæðið.
Í göngufær er fullt af veitingastöðum, td La Luna sem er á næsta horni i götunni.
Svo er kjarni með verslunina Gama. Veitinga og skemmtistaðurinn Abbys alltaf eitthvað um að vera þar fyrir börn og fullorðna,  Valdimars er góður í pizzum og fínt að fara þangað. La Famely ofl .ofl.
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Ingvarsson s: 8937806 eða ingolfur@midbaer.is

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 2
Stærð: 0 fm.
Laus: Strax