Eignatorg kynnir til leigu nýinnréttaða,nærri 80 fm. studioíbúð með góðri lofthæð. Íbúðin skiptist í forstofu með parketi á gólfi og forstofuskáp, bjarta stofu með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu, opið eldhús með nýrri innréttingu og parketi á gólfi og baðherbergi með parketi á gólfi, innréttingu, sturtu, handklæðaofni, tengi fyrir þvottavél, þakglugga og upphengdu salerni.
Íbúðin er skráð sem skrifstofuhúsnæði hjá Þjóðskrá.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is