Er vegabréfið í lagi

Er vegabréfið þitt í toppstandi?
Er vegabréfið þitt í toppstandi? mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir eru oft langir minnislistarnir sem fylgja ferðalögum hvort sem um ræðir skottúra innanlands eða lengri ferðir á erlendar slóðir, þeir eru jú til þess gerðir að ferðalagið verði eins og best sé á kosið.

Eitt af því sem einna mikilvægast er að hafa í huga þegar ferðast er á milli landa er að vera með vegabréfið í lagi enda líklega fátt eins svekkjandi og að vera komin(n) af stað og þurfa heim að snúa vegna þess að vegabréfið er í ólagi, hvað þá að gleyma því heima.

Það eru ófáar óhappasögurnar sem til eru um slíkt vesen og því upplagt að koma í veg fyrir slíkt í tíma. Ýmis lönd hafa hert reglur í kringum vegabréfin og mega til að mynda á sumum áfangastöðum þau ekki vera krumpuð eða almennt illa farin.

Á öðrum stöðum gilda þær reglur að vegabréfið þurfi að gilda í að lágmarki 6 mánuði eftir að landið er yfirgefið. Það getur því margborgað sig að kynna sér reglur í þeim löndum sem ferðast er til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert