Drónar geta breytt kyrrsetufólki í göngugarpa

Sigurður Þór og sonur hans á ferðalagi með drónann.
Sigurður Þór og sonur hans á ferðalagi með drónann. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Þór hefur alla tíð verið tengdur tölvugeiranum með einum eða öðrum hætti. Hann rak á sínum tíma hugbúnaðar fyrirtæki og seinna tölvuverslun en hefur nú alfarið snúið sér að sölu og vinnu með drónum eða flygildum eins og tækin eru kölluð á íslensku. Hann er ekki bara með umboðið fyrir þekktasta merkið í þeim heimi heldur hefur hann á síðustu árum kolfallið fyrir myndtökum á þessi tæki og ferðalögin sem þau kalla á.

Nýr maður með nýjan lífstíl

Sigurður hefur síðustu ár notað mest allann sinn frítíma til að ferðast um landið og fanga landslag þess og andstæður ljóss og skugga með myndavéla flygildum. En áður en hann kynntist þessum töfraheimi fór hann helst ekki út fyrir póstnúmer 101 þar sem hann hreiðraði um sig og lét sér líða vel. Í dag ferðast hann um landið þvert og endilangt á öllum tímum sólarhringsins í sínum frítíma til að fanga réttu augnablikin.  „Maður er ekki bara að ferðast og horfa á landið með þessum hætti. Maður horfir allt öðruvísi á landslagið og þannig mikla dýpra inn í myndbirtingar þessu,“ segir Sigurður. „Svo þarftu að vera þolinmóður og bíða eftir réttu birtinunni og augnablikinu. Stundum þarf maður að leggja undir heilmikla göngu og það gerir þetta enn meira gaman þegar maður fangar rétta augnablikið.“

Sigurður hefur náð mögnuðum myndum með dróna.
Sigurður hefur náð mögnuðum myndum með dróna. Ljósmynd/Sigurður Þór

Netflix hefur keypt efni

Ég á til með að fá hugboð um að fara á ákveðnar slóðir til að mynda og í eitt skiptið þegar ég var að klára vinnu á laugardegi fékk ég hugboð um að ég yrði að mynda sólarupprás á Stokksnesi fyrir austan, ég vissi þá ekki hvað staðurinn hét en ég hafði séð hann á myndum. Ég gat ekki hætt að hugsa út í þetta svo að ég skellti vindsæng og svefnpoka aftur í bílinn og að sjálfsögðu dróna. Ég keyrði svo í hálfgerðri leiðslu 500km yfir nótt til Stokkness og var mættur rétt fyrir sólarupprás á stað sem ég hafði aldrei farið til en kallaði svona sterkt á mig,“ segir Sigurður.  „Sólarupprásin var eitt fallegasta augnablik sem ég hef upplifað. Þarna var glóandi dalalæða í fjöruborðinu þegar fyrstu sólargeislarnir skinu í gegn. Púlsinn fór á fullt og ég sagði við sjálfan mig að þetta væri milljón dollara augnablik sem ég yrði að mynda sem ég svo gerði. Um einu ári síðar keypti Netflix myndefnið af mér fyrir nýja ævintýraþáttaseríu sem verður frumsýnd á þessu ári. Þó ekki fyrir milljón dollara samt.“

Náttúrufyrirbrigði sem enginn hefur séð með eigin augum

Ég er oft að mynda landslag í jöklum og birta það á samféalgsmiðlum og þar er fólk að sjá fossa og vatnsfarvegi sem jafnvel engin hefur séð með berum augum áður því drónarnir komast á og geta myndað staði sem engum er fært að komast á. Þannig erum við í raun landkönnuðir í orðsins fyllstu merkingu."

Jökulföss sem er líklega fyrirbrigði sem engin hefur séð berum …
Jökulföss sem er líklega fyrirbrigði sem engin hefur séð berum augum. Ljósmynd/SigurðurÞór

Það eru nokkur ár frá því að Sigurður byrjaði að mynda af krafti og myndefni hans hefur vakið athygli um víða veröld en Sigurður hefur verið að birta þau og erlend tónskáld hafa meðal annars sóst eftir því að Sigurður noti tónlistina þeirra undir myndefni frá sér. “Það er bæði viðurkenning og um leið smá sparnaður því annars þyrfti ég að kaupa flotta og dramatíska tónlist til að nota undir. Fyrir mér er þetta list og tónlistin kórónar list sköpunina og breytir myndverkinu í listaverk.“
Myndefnið birtir hann á youtube síðunni sinni og víðar en hér má sjá síðasta myndbandið hans

Geta breytt kyrrsetukrökkum í göngugarpa

Sigurður segir að snjalltæki og tölvur fái frekar neikvæða útreið í almennri umræðu og sérstaklega hjá foreldrum en það sem vanti inn í myndina sé í raun að foreldra opni augu krakkanna fyrir þeim óendanlegu tækifærum sem til dæmis flygildinn eða drónarnir geti komið með inn í líf krakkanna. „Ég fullliyrði að það er hægt að breyta kyrrsetukrakka í útivistar ofurmenni á hálfu ári með því að kynna þau fyrir ævintýra heimum flygildana.“

Stokknesmyndin er úr ferðinni sem Sigurður lýsir í greininni.
Stokknesmyndin er úr ferðinni sem Sigurður lýsir í greininni. Ljósmynd/Sigurður Þór

Þannig að bendir Sigurður á það að í stað þess að velja leikjatölvu til gjafa þá ættu foreldrar þeirra barna sem langar að fá börninn meira inn í útivist og ferðamennsku að skoða flygildi sem hvata til þess að koma krökkunum af stað. „Það er hægt að fá ágæta myndavéla dróna frá sjötíu þúsund krónum og alveg fullkomna 4K HD myndatöku dróna frá rúmlega hundrað þúsund krónum. Með slíkum búnaði er hægt að fanga landslag og umhverfi á fullkominn stafrænan hátt og breyta barni í listamann á stuttum tíma,” segir hann. „Hver veit hvert slíkur áhugi getur leitt krakkanna. Kvikmyndatöku, leikstjórn eða Umhverfisráðherra” bætir Sigurður við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert