Þess vegna er lítið gat á gluggum í flugvélum

Ekki láta litla gatið hræða þig.
Ekki láta litla gatið hræða þig. Ljósmynd/Flickr

Er þetta eðlilegt? Er bara gat á mínum glugga? Er þetta galli? Það er ekki nema vona að þú veltir þessu fyrir þér enda ósköp eðlilegar hugleiðingar.

Þetta litla gat ætti þó ekki að valda þér of miklum áhyggjum þar sem á bak við það eru afar eðlilegar skýringar, þetta eru nefnilega bara loftgöt. En af hverju þarf að vera loftgat á hverjum einasta glugga í farþegarýminu? Gluggunum er venjulega skipt í tvennt, ytri hlutinn er alveg lokaður og heldur öllum þrýstingi innan vélarinnar, innri hlutinn er þessi með gatinu, hann er „failsafe“ og gatið sér til þess að á milli þeirra sé jafn þrýstingur til þess að ytri hlutinn haldi öllum þrýstingnum að jafnaði.

Þetta litla gat gerir það líka að verkum að ekki myndast móða á gluggunum.Þetta loftgat er til að hleypa raka út sem annars sest á milli plastsins og raunverulega gluggans sem er þar fyrir utan. Þú getur því andað rólega og haldið áfram að njóta útsýnisins.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert