Forritið er með meira en 300 leiðarlýsingar

Einar Skúlason er maðurinn á bak við Wappið.
Einar Skúlason er maðurinn á bak við Wappið. Mynd/AntonBrink

Tíu verkefni eru valin og fá þau aðgang að fræðslu og þjálfun auk tækifæra til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda. Eitt af þeim verkefnum sem taka þátt í hraðalnum er smáforritið Wapp en það er leiðsöguforrit á ensku og íslensku fyrir Android- og Iphone-síma. „Forritið er með meira en 300 leiðarlýsingar um allt Ísland auk fræðslu um náttúru, umhverfi og sögu landsins,“ segir Einar Skúlason, maðurinn á bak við Wappið.

Smáforritið býður notendum upp á 300 mismunandi gönguleiðir.
Smáforritið býður notendum upp á 300 mismunandi gönguleiðir. skjáskot/wapp

„Forritið er hægt að nota „offline“ og því þarf einungis að hlaða leiðinni niður á símann og svo er hún notuð óháð gagnasambandi. Tenging er við GPS-staðsetningarbúnað símans og til að auka öryggi er 112-appið að hluta til fléttað inn í Wappið. Hver og einn velur leiðir eftir sínu höfði enda eru bæði til léttar og erfiðar leiðir og allt þar á milli.“

Að sögn Einars hefur ferlið verið virkilega skemmtilegt en þó krefjandi um leið. „Við höfum þurft að vinna ýmis verkefni, fengið að hitta á fjórða tug leiðbeinenda og hlustað á mjög fróðlega fyrirlestra sérfræðinga um fjölbreytt efni. Það er líka frábært fólk sem heldur utan um verkefnið og gott að leita til þeirra og auk þess er búið að vera mjög gaman að kynnast hinum teymunum og verða vitni að framförunum í þeirra verkefnum.“ Þann 20. mars er svo komið að lokaviðburði Startup Tourism en hann verður haldinn í Tjarnarbíói þar sem öll verkefnin tíu eru kynnt. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum verkefnum til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert