Umhverfisvæn ferðaráð

Verum meðvituð um umhverfi okkar á ferðalögum.
Verum meðvituð um umhverfi okkar á ferðalögum. Ljósmynd/pxhere

Þegar við ferðumst getum við stundum orðið aðeins kærulausari en þá er ágætt að hafa þessi þrjú ráð í huga.

Endurnýtanleg vatnsflaska

Plastumbúðir utan af einnota vatnsflöskum geta verið mörg hundruð ár að eyðast upp í náttúrunni og jafnvel valdið dýrum skaða þangað til. Við Íslendingar búum við þann mikla kost að geta drukkið vatn beint úr krananum og erum því yfirleitt ekki vön því að þurfa að kaupa vatnsflöskur. Það er því góður vani að taka með sér vatnsflösku í ferðalög og fylla á hana þar sem komist er í hreint vatn.

Þinn eigin poki

Á ferðalögum erlendis verður vart komist hjá því að kaupa einhverja vöru, hvort sem ferðin er einungis til þess gerð eða hvað. Með því að þiggja plast- eða pappapoka með hverri einustu vöru getur pokaflóðið safnast ansi hratt upp. Taktu með þér þinn eigin taupoka í ferðalagið og afþakkaðu pokann.

Verum meðvituð

Mörg hótel og gististaðir eru farin að vekja athygli á umhverfisstefnu sinni meðal annars með því að gefa ferðalöngum valkosti um það hvort sængurföt og handklæði eru þvegin daglega. Ef handklæðið þitt er ekki skítugt, haltu því þá aðeins lengur. Verum meðvituð um fótspor okkar á ferðalögum, jafnvel þótt við séum fjarri okkar nánasta umhverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert